jæja, ég glápti bæði á þennann Eurovision preview þátt og Piparsveinkuna 🙂
ég er ekkert alltof viss um að ég hefði valið þennann dúdd.. en ef út í það er farið þá held ég að ég hefði ekki heldur valið hinn… hheheh þeir passa ekkert fyrir mig.
Aníhow.. smá um Eurovision…
Ísland = sætastelpan
Austurríki = fyndnalagið með skrítna kallinum
Írland = væmnalagið með semi sæta stráknum
Austurríska lagið var sko BARA fyndið.. þessi dúdd hefur eflaust tekið þátt bara svona eins og Botnleðja… DJÖ vildi ég að ég væri betri í þýsku!!!
Ég fór til tanna í dag.. ég fór inn kl 16:30 og var komin út kl 16:55 5000kr fátækari en 1 tönn heilli heheh… or what ever djö hvað mig kvíður fyrir þegar þessi kall fer á eftirlaun… ég hef verið hjá þessum allt mitt líf og hann er með MJÖG sanngjarna verðskrá.. seinnitímavandamál!!!!
Lilju tókst líka að draga mig um alla Kringluna til að leita að skóm… að vísu þá sá ég skó sem mig langaði í en ég er ekki alveg með fjármagn í skó sem kosta 6þkall allavegana ekki eins og er.. Annars þá virðast allir skór vera tá´mjóir og með þvílíkum hælum og mér finnast þessir támjóu ljótir.. fyrir utan það að ég nota skó nr 40 og ef ég færi að REYNA að ganga í þessari tísku þá litu skórnir út eins og þeir væru lágmark nr 45!!! NOT SOMETHING I WANT!! Reyndar þá keypti ég mér gyllt gloss og svona augabrúnaglæranmaskara..
Mér finnst ekkert smá fyndið hvernig tískan er í dag.. allir í einhverjum ÆPANDI litum, guð ég gæti þetta ekki… ein stelpan sem var að afgreiða í einni skóbúðinni var í bleikum hlírabol og hvítum bol yfir svona bol sem er með hálsmálið alveg opið og liggur yfir upphandleggina… svo var hún í svona buxum sem eru rykktar um kálfana og í sokkabuxum sem voru þverröndóttar svartar og SKÆR bleikar og svo í svona skærbleikum skóm úr 17 við… ég bara gat ekki annað en starað á manneskjuna.. mér fannst þetta ekki flott… Lilja gat pikkað eitthvað út úr samsettningunni sem henni fannst flott en það var allt og sumt og hún á nú að heita tískufríkin heheh…