Við skötuhjúin tókum þátt í glensinu þegar GunnEva voru tekin “í gegn” fyrir brúðkaupið sitt, Eva var gæsuð þann 4 júlí og Gunnar viku síðar.
Við stelpurnar plötuðum Evu í vinnuna og dressuðum hana þar upp í mjög svo “glæsilegan” galla, sprelluðum aðeins með henni í bænum, fengum okkur brönsh hjá Möggu og héldum svo austur fyrir fjall þar sem meira sprell var í gangi og að lokum fóru þær (nei ekki ég, bara sérlegur ljósmyndari) í rafting á vegum þeirra á Drumboddsstöðum – þær skemmtu sér alveg konunglega í raftinginu á meðan Harry Potter hélt mér félagsskap eftir að ég sagði skilið við þær við Brúarhlaðir (þar sem þær fengu að hoppa fram af klettinum út í Hvítá). Þegar þær voru búnar að skipta aftur um föt héldum við á Selfoss þar sem löggan hafði smá afskipti af gæsinni og eftir að hafa fengið Evu aftur fórum við í heitapottasvaml og sumar í rennibrautina 😉
Dagurinn endaði svo á kósí kvöldi í sumarbústað í Grímsnesinu með Mohito fordrykk, grilli, kaloríusprengju og kaftagangi.
– myndirnar hafa því miður enga heimild til að mæta á netið að ósk gæsarinnar 😉
Leifur fór með strákunum og náði í Gunnar viku síðar. Þeir voru etv ekki alveg jafn ljúfir við hann þar sem hann fékk vel að kenna á því að paintball kúlur eru EKKI mjög þægilegar þegar þær splundrast á manni, hvað þá þegar maður er eina skotmarkið 😉 Þeir hermdu smá og smelltu sér í sund líka ásamt brönsh á Vitabar 😉 og Gunnar greyjið hélt sóló tónleika á nokkrum stöðum niðrí bæ þar sem aðal númerið kom úr lagasafni sonarins 😉 Þeir skelltu sér svo á þingvelli þar sem þeir skemmtu sér að sigla á gúmíbáti með Gunnar í eftidragi 🙂 Héldu svo í Borgina aftur og enduðu kvöldið með grilli og skemmtun á Miklatúni.
– efast um að myndirnar frá þessum degi fái heimild til að mæta á netið heldur að ósk steggjarins 😉