við mæðginin eyddum deginum á F59 í dekri 😛 Leifur skellti sér í steggjunargleði fyrir bróður sinn 🙂
Mamma kom með dálítið áhugaverða ath.semd yfir fréttunum áðan…
“hvað er það með þig og stórbruna rétt fyrir fæðingu?”
jú þetta er víst rétt… stuttu áður en Oliver fæddist kveiknaði í Pravda og nú er það Valhöll :-/ og í báðum eldsvoðanum gjöreyðileggjast hús með mikla sögu á bakvið sig.
Reyndar var styttra í settan dag 2007, spurning hvort þetta gæti þýtt að þetta kríli mæti nær áætluðum fæðingardegi en Oliver gerði? spörning!
þannig að ef þú ert ófrísk eru þá gömul hús í hættu? eruð þið nokkuð farin að spá í 3ja barninu? *fliss*