síðustu tvær helgar höfum við farið í Ossabæ sem er staðsettur rétt fyrir utan Laugarvatn. Fyrri helgina nýttum við í að vera “ekki heima” í tilefni afmælis Leifs þar sem hann langaði ekkert voðalega til að halda eitthvað sérstaklega upp á afmælið sitt. Fengum góða gesti í heimsókn þangað samt í tilefni dagsins og áttum virkilega notalega helgi í sveitinni 🙂
Um síðustu helgi vorum við svo þarna í góðu yfirlæti tengdó 🙂 ásamt Sigurborgu & Tobba. Reyndar eru strákarnir enn í bústaðnum, ég brunaði ein í borgina í gær og ætla svo að fara aftur á morgun eftir vinnu til þess að leggjast aðeins í pottinn og sækja strákana mína. Ég veit að Oliver er búinn að skemmta sér alveg konunglega um helgina þar sem tengdó, Sigurborg & Tobbi fengu hann lánaðan og fóru með hann í dýragarðinn í Slakka á meðan við foreldrarnir lágum í leti í bústaðnum… í dag fóru þeir feðgar svo ásamt tengdó aðeins upp á Hálendið, skilst að Oliver hafi notið þess að sjá eitthvað svona splunku nýtt 😎 Mér skilst svo að GunnEva og Hrafn Ingi ætli að koma austur á morgun líka og þá verður farið í fjöruferð með guttana 🙂 spennandi fyrir þá 🙂
Myndir úr bústaðnum eru ekki komnar í tölvuna enda myndavélarnar báðar staðsettar í Ossabæ til morguns 😉