Í gær skelltum við okkur í smá bíltúr ásamt Gunnari, Evu og Hrafni Inga 🙂 Förinni var heitið í fjöruna við Eyrarbakka – smá draumur sem Leifi hefur dreymt um síðan ég var ólétt af Oliver 🙂 Æskuminningar í algleymingi hjá honum og eflaust Gunnari líka. Þeir voru nefnilega vanir að fara í svona bíltúra með foreldrum sínum og Ásu & Leifi (foreldrum Ingu).
Við semsagt skelltum okkur í smá fjöruferð, grilluðum pylsur, mokuðum sand, heiðarleg tilraun var gerð til að fljúga flugdreka (ekki vantaði vindinn…) og skoðuðum krabba, kuðunga og fleira fjörudót með strákunum og nutum þess að vera úti við. Strákarnir skemmtu sér konunglega og við hin líka 😀
Ég er að dunda mér við að senda myndir inn á Flickr, fer í gegnum þær á morgun og birti þær 🙂 þær eru komnar í birtingu 🙂