Kollurinn manns getur farið alveg ferlega með mann 😀
Eina stundina væri ég sko ekkert á móti því að fá krílið í afmælisgjöf eins og báðir sónararnir (12v og 20v) og það allt segja og endurtaka þar með nokkuð sem gerðist fyrir 64 árum (á morgun) þegar Helga amma eignaðist mömmu á þrítugsafmælisdaginn sinn 🙂 nema ég gæti náttrúlega breytt því örlítið ef krílið reynist annar strákur 🙂
Þá næstu gæti ég ekki hugsað mér að eignast barnið á afmælisdaginn minn! annað okkar mun líklegast alltaf týnast í þessu afmælisstússi 🙂 og við erum nú þegar 3 í fjölskyldunni sem eigum þennan dag 🙂 þar af 2 sem eiga alltaf stórafmæli samtímis *hehe* þannig að þetta kríli yrði nr 3 í stórafmælarununni svona seinna meir.
Burt séð frá þessu þá kemur það auðvitað þegar það kemur… ég ræð víst minnstu um það sjálf, alveg sama hvernig ég hugsa þetta mál 🙂 ooogg svo eru hvorteð er mjög margir af ættingjum og vinum sem eiga afmæli í ágúst og þ.a.l. nánast erfitt að hitta á “lausan” dag 🙂 Ég neita samt að fara eftir því sem Steini föðurbróðir sagði við mig um daginn… Ef krílið mætir á afmælisdag Steina afa (4.ágúst) þá kæmi ekkert annað til greina en að nefna barnið annaðhvort Steingrímur eða SteingrímA
Eða Steina Gríma!
já veistu ég held ekki