er svaka veldi á manni 😉 sérstaklega svona í kreppunni 🙂
segja má að þessi helgi hafi einkennst af slíku sem var reyndar bara gaman og alger lúxus að njóta svona fyrst maður fékk ekki að njóta sólarinnar líkt og flestir aðrir borgarbúar vegna veikinda hjá stubbnum.
Byrjuðum laugardaginn á því að splæsa á okkur lúxusnauðsynjavöru til heimilisins sem öðru nafni kallast þurrkari! Vorum reyndar búin að tala um að splæsa þessu á okkur fyrir kríli nr 2 eða hreinlega þegar við værum búin að greiða upp aukalánið… tja aukalánið er langt komið og kríli nr 2 væntanlegt innan tíðar þannig að við erum “á tíma” með þetta *múhahah* En svona án alls gríns þá benti kunningi okkar okkur á að það væru góð tilboð í gangi hjá Heimilistækjum um helgina þannig að við fengum fínan þurrkara á góðum díl 😎
Á sunnudeginum fór ég ásamt góðum hópi fólks í brunch í Turninum – vá, við fengum að vera í hliðarsal v/ stærðar hópsins og þvílíka útsýnið – Snæfellsjökullinn í allri sinni dýrð blasti svona flott við okkur og þetta var bara í einu orði sagt SNILLD 🙂 Ekki skemmdi svo hlaðborðið sem var í boði, var líka það södd eftir að hafa smakkað eins mikið og ég hafði löngun í (uuhh og já auðvitað líka DESERTA hlaðborðið :)) að ég hafði takmarkaðan áhuga á grilluðu piparsteikinni sem við vorum með í kvöldmat, góð var hún nú samt *slef* ekta svona matsunnudagur í gangi!
Verst að þessi Brunch hlaðborð eru bara um helgar, annars hefði ég verið til í að fara á afmælisdaginn minn í svona – þ.e. ef unginn verður til friðs eða amk ekki að hóta komu 😉 þeir eru nú samt með hádegisverðarhlaðborð á virkum dögum líka en ? hvort það sé eins 😀 annars alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt! Ég er amk til í að fara þarna aftur *hehe* 😀
Til lukku. Elsa fékk líka þurrkara fyrir 2 vikum frá HT, og þetta er alveg þvílíkur munur. 🙂