Mikið rosalega getur líðanin hjá manni breyst hratt…
Síðustu daga hef ég alveg verið að finna fyrir þessum breytingum sem eru í gangi með stækkandi maga og minnkandi plássi fyrir líffærin mín. En í gærkvöldi tók algerlega tappann úr og ég er ekki frá því að Leifi hafi brugðið þegar ég kom heim úr bumbusundinu gjörsamlega úrvinda úr þreytu og með verki um bókstaflega allan líkamann. Er algerlega farin að telja niður dagana fram á föstudaginn e viku (8d) en þá ætla ég að skreppa til nuddarans sem ég fór til þegar ég gekk með Oliver, vonandi á hún eftir að ná að lappa e-ð upp á mig 😉
Ég ákvað að taka mér veikindadag í vinnunni í dag bara til þess að reyna að hvíla mig og ná aðeins að snúa ofanafmér, held nefnilega að það sé bara búið að vera of mikið álag á likamann síðustu daga. Verst að ég er ekki ein heima þar sem Oliver ákvað í nótt að gerast hitapoki og liggur núna í móki í sófanum með yfir 39.5°c hita og stílar virðast slá lítið á eða amk mjög stutt virkni. Merkilegt hvernig pjakkurinn getur orðið svona lasinn án þess að sýna nein almennileg merki um önnur einkenni en hita, smá hósti sem hann reyndar segir eftir á “ái” og “illt” en þessi hósti er langt frá því að vera eitthvað sem svona hár hiti fylgir.. aníhu ætlum að kíkja á doxann á eftir og ath hvað hann segir.