alveg var það klassískt að reka augun í það að vera með alveg loftlaust dekk þegar maður er að drífa sig!
Átti semsagt að mæta með strákinn kl 11:30 upp á barnaspítala til ofnæmislæknisins (sjá betur á hans síðu). Nema að ég þurfti áður að sækja strákinn á F59 og sækja Leif í vinnuna þar sem hann ætlaði að koma með.
Vá hvað ég varð nett pirruð að taka eftir þessu… Sem betur fer er gott að eiga góða að sem geta brugðist skjótt við 🙂
Ég náði að keyra niðrá dekkjaverkstæðið á Ægissíðu, díla við þá um að fá að skilja bílinn eftir og laga dekkið þegar færi gæfist hjá þeim og sækja bílinn eftir vinnu… pabbi kom svo með strákinn og sótti mig þangað, við sóttum svo Leif og pabbi skutlaði okkur svo niðrá Barnaspítala! og þetta rétt marðist 🙂
———–
update 26.apríl
Við erum búin með tilraunina á stráknum – má lesa betur um það á síðunni hans 🙂