Vá held ég að sé lýsingin sem maður getur sett yfir gærkveldið 😀
Ég fór semsagt á reunion fyrir ’79 árganginn úr Hagaskóla 🙂 þetta var bara snilld sem er eiginlega bara vægt til orða tekið. Heildarfjöldi árgangsins er rúmlega 200 og vitað er að 40-50 manns úr þeim hópi eru búsett í útlöndum og mættu þ.a.l. ekki. Þannig að ríflega 80 manns er flott mæting 🙂 Þar sem það er svo langt síðan ég hef hitt marga þarna að það lá við að maður þyrfti nafnspjöld á hluta af hópinn samt vilja stelpurnar meina að ég hafi verið wikipedian þeirra þetta kvöld :p
Það voru nokkrir sem tóku til máls þarna, Helga Sigmunds ákvað að segja nokkrar “gaman” sögur frá Hagaskólaárunum, Björn Róbert, Ámundi & Hreinn (að mig minnir) mæltu fyrir skál fyrir Gumma Kalla (sem er sá eini sem ég veit af sem hefur yfirgefið okkur), reunionnefndin (Stella, Ása Laufey, Atli & Sirrý) ákváðu svo að krýna Hr og Ungfrú Hagaskóla með velvöldum úrdrætti – þá sprakk ég reyndar endnalega þar sem þau álpuðust til þess að draga MITT nafn upp úr þessari blessuðu skál sinni!! og Hr Hagaskóli var Snorri Beck. Þetta var bara fyndið – mjög svona nútímalegt að hafa “ungfrúnna” með óléttubumbuna út í loftið :blush:
Mér fannst frekar fyndið að sjá hvernig þessi hópur skiptist fljótt í gömlu “klíkurnar” en samt þannig að allir spjölluðu við alla. Bekkjaklíkan/tískusýningargengið var á sínum stað og ég get svosvarið það að þær hafa EKKERT breyst stelpurnar í þeim hópi – allar enn þá með taktana á hreinu (eða eins og Gríma vildi meina ískrin) 🙂
Aldrei þessu vant þá tók ég ekki eina einustu mynd á mína vél en smellti nokkrum af fyrir Kollu. En þetta var samt bara snilld! Ég, Sæli & Halli spjölluðum reyndar í dágóðan tíma um það hversu gaman það gæti orðið að hitta alla sem voru með okkur í Grandaskóla – það yrði amk minni hópur en þetta en samt hópur sem maður var með stórum hluta þeirra í bekk frá 7 til 12 ára og sumum alveg fram til 15 ára 🙂
Kolla er búin að setja sínar myndir inn á Facebook
Til hamingju með titilinn !