Mér finnst það dálitið fyndið hversu miklu hraðar hlutirnir gerast núna heldur en fyrir 2 árum síðan 🙂
Þegar ég gekk með Oliver þá hefði ég vel getað falið bumbu fram að ca 25v (6 mánuð) en núna þá var eins og hún sprytti fram á ca 18viku ( rúml. 4mán) eða fyrir ca 3 vikum síðan.
Þessi mynd er tekin fyrir viku síðan þá var ég komin 20vikur (5 mánuði), tökum líklegast aðra í kvöld en ég efa það að það verði mikill munur þarna á – mér finnst bara svo fyndið að miða saman þessar 2 meðgöngur. Hinsvegar geri ég mér alveg fyllilega grein fyrir því að auðvitað gerast hlutirnir hraðar núna þar sem það er ekki svo langt á milli 🙂
Ein aldeilis orðin myndó 😀
Svolítil öfund hérna megin,.. er bara ennþá í mínum venjulegu fötum og verð það líklega 1-2 vikur amk í viðbót þar sem nóg plass virðist vera í þeim ennþá!
Ó MÆ….hvað er eiginlega langt síðan ég sá þig síðast……..Þarf greinilega að fara að hitta þig og klappa aðeins bumbunni (h,, það er að segja ef ég má)
hmm… hvar eru linkarnir?
Ekkert smá sæt;)
híhí takk stelpur 🙂
Sirrý: sorry – ég tók þá út, nenni ekki að fylgjast með þeim og uppfæra enda nota ég þá aldrei sjálf.
Þú lítur svo vel út 😉
Falleg bumba :Þ
Veiii bumba! Hún er ekkert smá fín :oD
Ég fékk bumbu eiginlega bara alveg strax. Ég þurfti að grípa til bumbufeliaðgerða á viku 6. Ekkert af þeim pilsum sem ég á nema þau sem eru með teygju eða eru óléttupils passa lengur. Ég er reyndar alveg ferlega ánægð með hana, en ég býð ekki í hvernig þetta verður með næst ef þetta á að sjást fyrr á seinni meðgöngum.
En hvað þú ert sæt og fín :o)