Við vorum algerir frumkvöðlar í morgun og skelltum okkur í sund í Lágafellslaugina 😀 aðeins að breyta til þar sem hingað til höfum við nýtt Wordclass aðganginn okkar í Laugardalslaugina þegar við höfum verið að kíkja með pjakkinn í sund eða splæst í Árbæjarlaugina.
Héldum okkur reyndar bara í innilauginni en Oliver var í þvílíku banastuði að hoppa út í laugina og bannaði okkur að grípa sig :hmm: áttum bara að “veiða hann upp”, veit ekki alveg með það sko! En um leið og hann poppaði upp úr vatninu heyrðist “attur” “attur” og hann var mættur aftur upp á bakkann til að hoppa útí aftur – verður spennandi að sjá hvernig hann verður í sumar 😉 geri svona hálfpartin ráð fyrir því að við flytjum í laugarnar í sumar þar sem mér líður best í vatni þegar mjaðmagrindin er að stríða mér 😉
Annars eins og sést á fljótandi krílinu hérna til hliðar þá er ég víst að detta í 20 vikur á morgun sem þýðir að meðgangan er ca hálfnuð (amk þegar miðað er við 40vikna meðgöngu) . Á þriðjudaginn eigum við svo tíma í sónar og ég verð að viðurkenna að tilhlökkunin er orðin annsi mikil 🙂 að fá að sjá litla krílið okkar aftur 😉 Leifur virðist skipta um skoðun nokkrum sinnum á dag hvort við fáum að vita kynið eða ekki – bara krúttlegt – við gerðum díl síðast, þá vildi ég ekki vita kynið og gaf honum það loforð að hann fengi að ráða 100% næst og ég stend við það og er því glottandi á hliðarlínunni yfir valkvíðanum hjá honum 😛 ég er nokkuð viss um að hann á ekki eftir að ákveða sig almennilega fyrr en við erum komin inn til ljósunnar *híhí*
Annars þá gengur allt sinn vanagang hérna hjá okkur – vinna, leikskóli, borða, leika, sofa og svo frv. Oliver er alveg að dýrka leikskólann sem mér finnst alveg frábært, þarf greinilega ekki að hafa miklar áhyggjur af breytingum hjá honum 🙂
Úhh, það styttist í þetta ! Það verður spennandi að vita hvaða ákvörðun Leifur tekur, ég get rétt ímyndað mér hvað það er erfitt að ákveða þetta 😉
hehe, ég sé Leif alveg fyrir mér skipta um skoðun á 5 mín fresti. Um að gera að flytja lögheimilið í sundlaugarnar í sumar 🙂
Elska þessa laug 😀 Gaman í rennibrautunum og ,,Bannað inná 16″ svæðið er algjört uppáhalds!