Ég var spurð að því í janúar hvort ég vildi spóla áfram fram í ágúst og “sleppa” þ.a.l. meðgöngunni sjálfri. Þar sem ég var komin frekar stutt þegar þessari spurningu var varpað fram þá vissi ég ekki almennilega hvernig ég ætti að svara henni en var samt á því að það væri nokkuð sem ég myndi ekki vilja.
Er búin að vera að pæla pínu í þessa spurningu í dag og er algerlega ákveðin í því að “áframspól” væri sko ekki eitthvað sem ég væri til í. Það er svo margt skemmtilegt að gerast á þessum tímum – jújú ýmsilegt sem maður væri alveg til í að sleppa enda er það etv partur af því sem vill gleymast þegar maður rifjar upp þennan tíma, amk í flestum tilfellum.
Að finna fyrstu hreyfingarnar, sjá krílið í sónarnum, sjá bumbuna myndast og stækka 🙂 þetta eru allt svo skemmtilegar stundir og tilfinningar , amk í mínum huga 🙂 ógleði, grindarverkir, togverkir, spörk á óþægilega staði og svo frv er jú ekkert skemmtilegt EN samt e-ð sem er ekki það fyrsta sem poppar í hausinn minn þegar ég hugsa um síðustu meðgöngu 😉
Litla krílið mitt byrjaði að brölta nógu kröftuglega svo að ég fyndi fyrir hreyfingunum fyrir ekki svo löngu síðan, bumban er farin að taka á sig mynd og eftir rúma viku fáum við að sjá krílið aftur í sónar (og fá nýjar sónarmyndir) 🙂
það munar öllu hvernig síðasta meðgangan var, ég gæti alveg hugsað mér að spóla yfir allt bakflæði, ógleði, grindarverki en það er ekki vegna þess að ég hafi ekki notið þess að finna hreyfingarnar 😉
auk þess, þegar ég spurði þig voru rétt rúmir 3 mánuðir síðan ég átti og því voru öll óþægindin MJÖG eftirminnileg í huga mínum (og ungbarnakveisan í hámarki) – merkilegt hvað maður er fljótur að gleyma öllu þessu óþægilega. það er sennilega lykillinn að fjölgun mannkyns 😉
Þetta er samt ósköp eðlileg pæling.
ég spurði vinkonu mína að þessu áður en ég setti þetta inn sem átti vægast sagt ömurlega meðgöngu og fæðingu (þær mæðgur voru hársbreidd frá því að vera ekki meðal okkar í dag), hún er komin af stað aftur líka (á stelpu fædda í ap ’07) og það eru ca 2v á milli okkar… hún er sammála mér myndi seint vilja spóla yfir þetta.
Ég held að málið sé aðalega hversu vel maður er búin að jafna sig eftir meðgönguna og fæðinguna.
Er í dag að fá allan pakkann yfir mig mörgum mánuðum fyrr en þegar ég gekk með Oliver – get t.d. ekki setið í lengri tíma en 15-20 mín í einu í vinnunni þar sem þá er rófubeinið komið í kássu og ég þarf að berjast við tárin þegar ég stend upp og fleira skemmtilegt og ég bara komin 19v.
ég myndi vilja spóla yfir þetta allt! myndi taka deyfingalausa fæðingu daglega í 9 mánuði fram yfir meðgöngu.
þó að mig langi í fleiri börn og það sé að verða komið ár frá því barnið mitt fæddist, get ég ekki enn ímyndað mér að ég verði nokkurntímann tilbúin að ganga með barn aftur. Vonum bara að það breytist einhverntímann 😉
Tanja mín – þín meðganga var ekki eðlileg heldur elsku snúllan mín – við vorum búnar að ræða þetta! ég fæ að njóta brjóstagjafarinnar núna og þú færð betri meðgöngu næst 😉