þrátt fyrir að laugardagurinn hafi verið semi rólegur þá var sunnudagurinn það ekki beint. Okkur Oliver var boðið í 1 árs afmælið hennar Sigrúnar Ástu vinkonu okkar og eftir að hafa troðið okkur út af kökum og spjalli þar á bæ ákvað ég að kíkja með pjakkinn til læknis (ekki nóg sko að pabbi SÁ sé læknir 😉 ) þar sem hann var búinn að vera með graftarmyndun í augnkrókunum – Stuð! Ég passaði mig reyndar á því að vera ekkert að þurrka úr augunum á honum á meðan við biðum eftir því að komast inn þannig að greyjið barnið var með stóra “táradropa” af greftri í báðum augnkrókum :hmm: EN það var minnsta málið fengum í raun það viðmót um leið og læknirinn sá hann “var það eitthvað annað sem þú varst að spá í en augnsmyrsl?” 🙂 Úr varð þó að læknirinn ákvað að hlusta pjakkinn og kíkja í eyrun – viti menn hann kominn með bullandi eyrnabólgu í vi. eyra og byrjandi í hæ.! og barnið ekki búið að vera lasið að neinu leiti dagana áður ❓ oh well pensilín er það heillin þar sem læknirinn mældi hann með hita í þokkabót.
Af læknavaktinni fórum við auðvitað í apótekið til að ná í lyfin handa pjakknum og að ná í Leif áður en við skelltum okkur í mat hjá tengdó þar sem jújú læknir nr 3 var staddur *hahaha* og drengurinn sjúkdómsgreindur upp á nýtt án beinnar skoðunar 😆 gamanaðissu. Maturinn var auðvitað fínn (puuuuuuuuuuuurusteikin hans Skúla tengdó klikkar seint 😉 )og litlu frændurnir alveg í essinu sínu þar sem Gunnar er búinn að draga fram gömlu matchbox bílana þeirra Leifs 🙂 ekki er ég samt alveg að ná því hvaðan Oliver hefur þessa svaðalegu bíladellu!! myndi vel skilja það ef þetta væri tengt fornbílum að mestu þar sem báðir afarnir – og 2 afabræður – eru fornbílakallar.
Takk fyrir komuna í afmælið, það var gaman að hitta ykkur mæðgin. Sigrún Ásta vill líka þakka fyrir gjöfina og biðja ykkur að þakka Jóhönnu ömmu og Magga afa kærlega fyrir gallann. Það er gaman að segja frá því að amma Sirrý gaf Sigrúnu Ástu alveg eins galla en þó í öðrum lit og ætlum við að eiga þá báða (þá hefur daman til skiptanna, hehe). Fyndið hvað þær vinkonur hafa eins smekk 🙂 (vilja greinilega báðar hafa krílin í hlýjum og mjúkum fötum)