Ég var að hlusta á útvarpið á leiðinni í vinnuna í morgun eins og svo oft áður… var búin að flakka e-ð á milli stöðva þegar ég dett niður á viðtal í Zúúúper við Bubba Mortens. Hann var e-ð að tala um nýtt lag og Egó.
*úúú* spennó!
alveg þar til lagið fór í spilun… Ég get svo svarið það lagið byrjaði næstum því eins og Mamma mia með Abba!!!!! Þegar lagið, “Í hjarta mér”, var búið þá hélt spjallið aðeins áfram og einn þáttastjórnandinn kom með það komment að þetta hljómaði nú svolítið Abbalega… Bubbi varð frekar uppveðraður og þakkaði kærlega fyrir samlíkinguna, það væri einmitt það sem hann hefði verið að leitast eftir :hmm: í alvöru???
Ég vil gamla Egó aftur takk!
Var hann virkilega að reyna að nálgast ABBA? 😀 það sem einn maður getur breyst á ekki lengri tíma 😉
kannski fór það endanlega með hann að giftast fegurðardrottningu… what do I know :hmm: