Það má segja að þessi helgi hafi verið frekar skrítin.
Við hættum bæði á hádegi á föstudaginn í vinnu til þess að fylgja föður góðs vinar okkar til grafar. Rosalega skrítin tilfinning að fylgja foreldri jafnaldra síns til grafar en því ver og miður má segja að þetta sé bara gangur lífsins. Leifur skellti sér svo í smá Staffagleði í vinnunni á meðan við Oliver kláruðum að versla svona eins og 1 stk þrítugsafmælisgjöf og skírnargjöf þar sem bæði var á dagskrá helgarinnar.
Í gærkvöldi skelltum við Lilja vinkona okkur svo í svaka partý til Kollu, hún er alveg ótrúlega mikið afmælisbarn 😀 sú fyrsta í gamla vinahópnum sem verður þrítug! – Takk fyrir mig Kolla mín 🙂
Þrítugsafmælin hlaðast annsi hratt upp á dagatalinu á næstunni :hmm:
Í dag fengum við svo loksins að vita hvaða nafn Maggi & Elsa höfðu valið handa syninum. Þau voru með skírnina heima hjá foreldrum Elsu og var það annsi falleg lítil athöfn með nánustu ættingjum og vinum. Núna þarf maður að fara að venja sig af því að kalla hann litla Magga eða Elvis þar sem hann fékk nafnið Óskar Leó 😆 – Takk fyrir okkur!
Oliver stóð sig rosalega vel á meðan athöfninni stóð og hitti þar einn af krökkunum úr aprílbarnahópnum 🙂 skemmtilega lítill heimur!!
Það er þreytt lítil familía sem datt inn hérna í H14 seinnipartinn í dag.
Ótrúlegt hvernig “allt” virðist hlaðast á sömu tímana alltaf hreint 😉
Takk fyrir komuna, vonandi er Oliver óskaddaður eftir áflogin við apríl drenginn !