Við vorum með pínu matarboð á þriðjudaginn sem endaði svo í Pictonary með sykursjokksívafi.
Fengum semsagt Sigurborgu og Tobba í heimsókn til okkar í mexíkanska kjúklingasúpu og spil. Frábært kvöld þar sem við Leifur svona vorum aðeins að skoða þennan nýja. Komst að því að við Tobbi greinilega hugsum hlutina dálítið svipað – amk voru myndirnar sem við teiknuðum samtímis ANNSI oft eins.
Ég prufaði að baka oreo ostaköku til þess að hafa í desert þarna um kvöldið og Ó MÆ GOD *Janicestyle* hún er bara pjúra sykursjokk! en hún er samt góð 🙂 bara ekki hægt að borða mikið af henni þannig að það er enn til rúmlega hálf kaka ef einhver vill koma í heimsókn og fá sér köku 😉
Takk fyrir heimsóknina Sigurborg & Tobbi – þurfum að endurtaka spilakvöld sem fyrst og plata GunnEvu með 🙂
Halló ! hvar eru myndirnar af nýja manninum ! 🙂 , hver vann svo spilið ???
haha, það er eitthvað á fésbókinni hennar Sigurborgar – við tókum engar myndir þarna 🙂
og við Leifur en ekki hver!