ég hef greinilega ekkert sett hingað inn síðan á síðasta ári !!
Þessir fyrstu dagar ársins hafa gjörsamlega flogið framhjá mér.
Annars er mest lítið búið að vera í gangi.
Við turtildúfurnar áttum víst 5 ára afmæli þann 3.jan. Tengdó voru búin að bjóðast til þess að hafa strákinn þá um kvöldið þannig að við nutum þess að vera bara 2 ein og skelltum okkur svo í bíó – sorglega lítið úrval af myndum sem manni langar að sjá í bíó samt!
Svo fórum við familían ásamt GunnEvu og Hrafni Inga á Þrettándabrennuna við Ægissíðuna á þrettándanum og strákarnir skemmtu sér vel með sín stjörnuljós og að VÁ-a yfir flugeldunum 🙂 enda eru þeir tveir alger krútt!
Um kvöldið komu svo Gísli og frú (Stine) í heimsókn til okkar. Áttum mjög notalegt kvöld sem fram fór á mjög sérstöku tungumáli – EnskÍslDansk 🙂 þannig séð – þó aðalega enskunni.
Þetta var þó ekki það eina sem gerðist hjá okkur á þrettándanum heldur fengum við annsi leiðinlegar fréttir frá góðum vini okkar. Hlutirnir eru annsi fljótir að breytast og þá oft á þann veg sem maður býst ekki við.
Föstudagur á morgun og helgin framundan, spennandi að sjá hvort við náum ekki að gera eitthvað skemmtilegt með pjakknum okkar, hljótum að geta fundið okkur e-ð spennandi að gera 🙂