aðfararnætur mánudags og þriðjudags voru vægt til orða tekið ömurlegar svefnlega séð hjá mér, sú seinni hjá okkur báðum reyndar. Leifur fékk e-ð tak í bakið og gat bara sofið á bakinu sem þýddi læti 😛 og ég ætlaði aldreiiiiiii að sofna :'( held ég hafi náð að dotta um 3:30 og svo var pjakkurinn vaknaður kl 7. Frá miðnætti næsta kvöld tók pjakkurinn upp á því að vakna hálf öskrandi á ca 20mín fresti *jeij* var sem sagt vægt til orða tekið hálf sofandi þegar ég mætti til vinnu á þriðjudaginn.
Í gærkvöldi kom svo skýringin á þessu öllu saman þegar pjakkurinn sýndi okkur nýjustu perluna í munninum 🙂 jebb tönn númer 11 var að valda þessum kvölum hjá barninu og í fyrsta sinn sem hann er eitthvað ólíkur sjálfum sér við tanntöku. Hingað til hefur hann bara rumpað þessu af og ekkert að kvarta undan því.
Til hamingju með nýju tönnina!