Ég hef ekki gefið mikið út skoðanir mínar á mótmælunum eða hvað sem er í gangi í þjóðfélaginu – hvorki hér né svona almennt. Málið er nefnilega að ég veit ekki almennilega hvað mér finnst.
Mér finnst þó ekki rétt að segja að “allir” tali fyrir þjóðina, sama hvort það sé fólkið í ráðherrasætunum eða mótmælendur á Austurvelli (eggjakastendur eða ekki). Ég er ekki sammála öllu sem hefur komið fram á borgarafundum og/eða mótmælafundum en ýmsu get ég þó verið sammála – held að það geti flestir.
Ég nenni ekki að æsa mig yfir þessu öllu saman. Ég nenni ekki að vera í endalausum umræðum um þetta og var guðs lifandi fegin því að það var “bannorðalisti” í laufabrauðinu um daginn og við Leifur völdum okkur þannig félagsskap á jólahlaðborðinu á laugardaginn að þetta barst ekkert í tal – meira bara svona barnamál *haha* og “metingur”
Mér finnst það æðislegt að það sé fólk úti sem er tilbúið til að standa fyrir mótmælafundunum á Austurvelli (sbr Hörður Torfa) og borgarafundunum sem hafa m.a. verið í Háskólabíói. Ég hinsvegar er ekki sátt við fólkið sem kaus að vanvirða eitt virtasta hús þjóðarinnar – Alþingi – með eggja/skyrkasti og leiðindum.
Ég er ekki alveg búin að ákveða hvort mér þyki það rétt að “mótmæla nafnlaust” eins og sumir hafa kosið að gera að undanförnu með skv fréttum leiðindum og látum – sá ekki betur í fréttainnslaginu á mbl.is að í morgun hafi Löggan verið nokkuð góð en fólkið með stæla. Sá reyndar að það er þarna önnur frétt um átök – gef ekkert út á þau svosem en okkur ber að fylgja lögum og það að fara ekki að fyrirmælum lögreglunnar er það ekki brot á lögum ? má þá ekki handtaka liðið ? það er amk minn skilningur. Veit ekkert í minn haus samt hvað átti sér stað þarna og ætla ekki að gefa mikið út á þetta.
Æj, mín aðal pæling er reyndar sú hvort það sé rétt að mótmæla nafnlaust… er ekki frekar tekið mark á mótmælum ef maður gerir það í sínu nafni ? (ekki það að mér virðist sem svo að mótmæli hafi lítið haft að segja hingað til… )
Ég er alveg sammála því að vera ekki endalaust að velta þessu fyrir sér og ræða þetta alls staðar. Ég er ekki mikið fyrir þessi mótmæli þó svo ég sé sammála ýmsu eins og þú sagðir. Mér finnst frekar að eigi að sýna samstöðu en að mótmæla, skaðinn er skeður og nú þurfum við að standa saman og byggja dæmið upp aftur.
já ég var t.d. mjög hrifin af þessari hugmynd sem gekk á facebook fyrir ekki svo löngu um að fólk ætti að hittast á Austurvelli og bara standa saman og mótmæla á þann mátann.
Maður þarf að styðja náungann og hjálpast að við að byggja þetta allt saman upp – byggja nýtt og betra hús á grunni þess gamla.