Hinn árlegi laufabrauðsútskurðarhittingur í fjölskyldunni hans Leifs fór fram í gær 🙂
Glæsileg mæting og frábær samverustund. Oliver fékk að gera sína fyrstu köku þar sem fyrir ári síðan var hann svoddan stubbur að hann fékk bara að horfa á 🙂 svona svipað og Ragnheiður Helga í ár 🙂 þau koma bæði kröftug inn á næsta ári! RH í sína fyrstu köku og Oliver með æfinguna 🙂
Við (við3, GunnEva, Sigurborg og SVIK) vorum með 3 pakka til að skera sem þýðir 60 kökur!! enda sátum við lengst *haha*
Glæsilegt hlaðborð var hrisst fram úr annarri erminni þegar steikingunni var lokið 🙂 fullt af sælgæti í boði fyrir alla aldurshópa (ofnæmisgemsar eður ei!) 🙂
Á meðan fullorðnafólkið spjallaði tóku kubbakastalar að rísa og bækur voru lesnar upp til agna eða svo til 🙂 Við fullorðnafólkið erum víst ekki alltaf nógu skemmtileg 🙂
Glæsileg afköst, glæsileg laufabrauð og um fram allt æðislegur félagsskapur! Takk fyrir okkur!