Ég hef minnst á það áður hérna hversu stolt ég er af honum pabba mínum og ætla mér að gera það aftur 🙂
Um það leiti sem við Leifur fluttum til Danaveldis komu niðurstöður úr endalausum rannsóknum hjá kallinum sem leiddu í ljós að meinvörp voru tilstaðar í blöðruhálskirtlinum. Hjá mér tók við þvílikur barningur um hvort ég ætti yfir höfuð að fara af landinu eða ekki ? Pabbi tók þá ákvörðun fyrir mig – hann bókstaflega bannaði mér að breyta mínum áætlunum – ég gæti alltaf hoppað upp í flugvél og komið heim.
Þannig var það að haustið 2005 byrjaði hann í geislameðferð sem náði að eyða krabbameinsfrumunum – þannig að í dag er hann krabbameinsfrír 🙂 Reyndar þá er hann ekki alveg hraustur eftir þetta þannig að hann hefur ekki farið aftur á hinn almenna vinnumarkað – sem er svosem allt í lagi ef út í það er farið þökk sé Ljósinu.
Ég tel að Ljósið hafi algerlega bjargað pabba frá því að sökkva djúpt niður – að geta farið þangað og sinnt áhugamálum með góðri vinnuaðstöðu og æðislegum félagsskap gerir svo mikið fyrir fólk. Það er líka svo gott fyrir kallinn að geta gefið til baka eins og hann hefur fengið tækifæri til þarna í nýja húsnæðinu hjá þeim inni á Langholtsvegi með því að hjálpa til við að innrétta húsnæðið og sömuleiðis að leiðbeina á nokkrum námskeiðum 🙂
Ég hvet alla sem geta til þess að kíkja til þeirra í Ljósinu á sunnudaginn milli 10 og 15 til að sjá hvað fólkið hefur verið að gera í vetur – ekki skemmir ef þú getur keypt hjá þeim eitthvað smotterí 🙂 fullt af töff glerskarti og allskonar handavinnu, svo verða víst kökur og e-ð meira til sölu líka 🙂
Annars þá viðtal við pabba í Mogganum í haust og ég birti hérna á blogginu og núna var að koma út 2 tölublað ársins af fréttabréfi Ljóssins og þar er viðtal við pabba 🙂
Þetta er greinilega frábært starf þarna og hefur örugglega hjálpað rosalega mörgum !
Pabbi þinn er frábær og það er náttúrulega bara æðislegt að hann nýtur sín í Ljósinu því þá eru líka margir sem fá að njóta hans. 🙂 Hann er hress og skemmtilegur og fáir eru jafn stríðnir og hann. Úff ég man sumt sem ennþá er hlegið að heima þegar minnst er á hrekkjusvínin í fjölsk. Ég veit að hann veit ekki að eftir að pabbi dó og það dauðsfall tók Maggi mjög nærri sér, þá ósjálfrátt leitaði maður til hans með upplýsingar og smáhluti sem pabbi hafði blessað áður. Þetta var ekki endilega mjög sýnilegt og ég veit ekki hvort hann fann eitthvað fyrir því en það er alveg ómetanlegt að fá að koma á Framnesveginn og spjalla við pabba þinn og mömmu, þó maður geri það ekki oft þá er alltaf opið hús og allir velkomnir. Ég veit að hann les þetta og það er bara í góðu lagi. Ég vona að það verði nóg að gera í Ljósinu um helgina, ég er búina að áframsenda auglýsinguna þína hérna í vinnunni. kveðja
já þú mátt vera stolt af pabba þínum því hann er alveg frábær snillingur, það er búið að vera mjög gaman að vinna með honum síðustu mánuði og ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki haft hann með mér í þessu öllu. Ljósið væri ekki sami staður ef við hefðum ekki Magga okkar! Og það er svo frábært að sjá hvað hann er sniðugur í höndunum og allar snilldarhugmyndirnar sem hann fær og framkvæmir. Enda þykir okkur rosalega vænt um hann 🙂
kveðja úr Gravó
Góðan dag. Ég segi nú bara eins og Olli “krakkar, krakkar, krakkar,AFI” Kallinn er náttúrulega bara snillingur enda ekki langt að sækja það HEHE, en hann var nú eitthvað að kvart um það að þetta væri farið að líkjast minningagreinum um hann en han verður nú bara að “lufsast” til að skilja það að hann er allveg einstakur og með gott auga fyrir að gera fallega hluti, gæti verið að hann sé búin að éta ofmikið af kvenhormónum en hver veit.
Kæra Ásta þú getur sko verið ánægð með þann gamla og er hann sko vinurinn vinarins minns.
Ha,ha. Gaman fyrir kallinn að geta lesið minningargreinarnar um sig fyrir dauðann.