úff púff ég skellti mér á svona húsasmiðjunámskeið í konfektgerð í gærkvöldi. Súkkulaðisjokk 🙂
Þetta var samt ferlega skemmtilegt. Fengum að gera 4 mismunandi fyllingar og kennd smá “tækni” í að gera mismunandi útlit á molana. Ég verð að viðurkenna að ég eiginlega tímdi ekki að borða molana mína í gærkvöldi enda búin að smakka allar fyllingarnar og súkkulaðið sem við notuðum 😉
Þar sem hann lærði í Danaveldi þá kom auðvitað ekkert annað til greina hjá honum en að nota Odense marsípan, núggat og súkkulaði 🙂
Ég fékk blað með uppskriftunum af fyllingunum og fl, ætla að skella þeim inn á uppskriftabloggið á eftir 🙂 þær má finna hér
Vá hvað þetta er girnilegt ! Pant smakka jólaafraksturinn 😉
ef þú dettur inn í kvöld þá eru þeir enn til – skal passa að LS klári þá ekki alveg *haha*
Haha snilld !! ég var á þessu námskeiði 18.nóv…
Fyndið… ég ætlaði að skrá mig 19. en ég var of sein og allt uppbókað en vegna eftirspurnar þá var haldið aukanámskeið sem mér bauðst og ég skellti mér bara á það í staðinn :þ hefði verið gaman að hittast á þessu 😉
Eva: bara fyndið 🙂
Ef ég borðaði nammi þá myndi ég eflaust prufa eitthvað af þessu !
Ég var t.d sérlegur aðdáandi Daims 😉
Nammi namm – fæ bara vatn í munninn!
mmm… mig langar í svona jólanammi.
…nú eða bara allt nammi! Flott hjá þér að drífa þig á svona námskeið!