San Francisco
24. – 27.september
24.september
Yfirgáfum hótelið um 9 leitið um morguninn, vorum rétt komin upp á hraðbrautina þegar Oliver byrjaði að hósta og kúgast og að lokum kastaði stubbalubburinn upp. Sem betur fer fór gusan aðalega yfir hann sjálfann og bara aðeins í beltið – heppnin var algerlega með okkur því að við fundum mjög fljótt neyðarútskot og gátum stoppað til þess að þrífa þetta upp.
Þegar við loksins aftur af stað og vorum búin að keyra í smá tíma uppgötvuðum við að Hr. Bangsi varð eftir á hótelinu!!! o-ó, ekki sniðugt. Sem betur fer þá vorum við ekki búin að keyra svo lengi þannig að við ákváðum að snúa við og ná í bangsann.
Lögðum svo loksins af stað í 3ja sinn til San Francisco!
Vorum komin inn í borgina um hádegið og byrjuðum þá á því að finna okkur e-n veitingastað og Leifur komst í gullnámu við hliðiná veitingastaðnum, Gullnáman var staðsett í bókabúð sem var með sérdeild með fullt af bókum á hans áhugasviði.
Fundum hótelið okkar, LaLuna Inn, vandræðalaust með hjálp GPS tækisins, pössuðum okkur á því að fá herbergi á bakvið þar sem hótelið er staðsett við eina aðalgötu borgarinnar, Lombard str. Henntum töskunum inn á herbergi og fengum okkur svo góðan göngutúr niður á höfn og skoðuðum okkur um þar.
25.september
Við vöknuðum frekar köld í morgun, mun kaldara í herberginu þarna heldur en á öllum hinum stöðunum hingað til. Plan dagsins var að fara í Alcatraz og vorum við búin að kaupa miða þangað á netinu áður en við fórum út.
Vorum komin út í eyjuna um 10 leitið og þá hófst röltið um eyjuna og fangelsisbyggingarnar. Fengum svokallaða “Audioguide” þar sem sagan var sögð af fyrrverandi föngum og starfsmönnum Alcatraz á meðan við gengum um fangahúsið sjálft, skoðuðum allar 3 fangaálmurnar (B C og D). Feðgarnir prufuðu að fara inn í einangrunarklefa í Dálmunni sem heitir reyndar “The Hole”, Oliver fannst hann svo frábær að hann vildi helst ekki fara þaðan. Þetta var myrkvað herbergi með engu inní þannig að það bergmálaði ferlega skemmtilega þarna inni að hans mati, ekkert alltof viss um að þetta hefði verið svona skemmtilegt ef hann hefði ekki haft opna hurð til að komast út þegar hann vildi.
í lok ferðarinnar fór maður í gegnum minjagripabúð og hittum við svo á að þar var fyrrverandi fangi að árita bók sem hann hafði skrifað um árin sín þarna en hann var einn af þeim sem sátu inni á þegar fangelsinu var lokað árið 1963. Við stóðumst það eiginlega ekki að kaupa þessa bók fyrst að kallinn var þarna þannig að við fengum hann til þess að árita hana.
Fólk var búið að vara okkur við að það væri frekar kalt þarna þannig að við ákváðum að fara í síðbuxum og með peysur/jakka með okkur – já nei það var allt annað en kalt þarna, hinsvegar má segja að við höfum náð að nota fötin til þess að verja okkur fyrir ágengum flugum sem voru út um allt utandyra þarna – BARA pirrandi!
Þegar við vorum búin að skila af okkur þessum aukafatnaði í bílinn eftir að við komum í land þá var stefnan tekin á að finna veitingastað!!! röltum um Columbus Ave og fundum þar veitingastað sem heitir North Beach Restaurant og er ítalskur veitingastaður – fengum alveg rosalega góðan mat þar og æðislegt hvítvín sem var frekar erfitt að velja þar sem vínlistinn var lengri en matseðilinn!
Eftir matinn héldum við yfir í China Town og áttum frekar erfitt með sölukellurnar þar. Maður mátti varla gjóa augunum í áttina að einhverju þá voru þær mættar og byrjaðar að reyna að selja manni e-ð. Létum reyndar tilleiðast og keyptum lítinn feitann sætan búddah í hilluna okkar, þessi búddah á víst að tákna Hamingju (Happy).
Fundum líka litla búð sem seldi nærri eingöngu “Saltwater toffies” (svona eins og Ross varð háður í einhverjum þættinum) – held að ég verði nú seint háð þeim en margar þeirra voru samt mjög góðar.
Ætluðum svo að taka sporvagn til baka í bílinn enda orðin frekar lúin – það hafðist ekki fyrr en í tilraun nr 5!!! við nefninlega máttum ekki “hoppa” hvar sem er í vagninn afþví að við vorum með strákinn – urðum að fá sæti. En þegar það tókst þá var þetta bara notalegt.
Það var líka ferlega notalegt að detta inn á herbergi þegar við komumst loksins heim.
26. september
Segja má að í dag hafi verið rúnt dagur. Byrjuðum á því að rúnta um hæðirnar, skoða okkur um og finna flott myndefni, keyrðum m.a. upp bröttustu brekkuna þar sem er frábært útsýni yfir BayBridge, Alcatraz og borgina sjálfa.
Ákváðum að kíkja á blómamarkað sem var nefndur í túristabókinni okkar. Þvílíka magnið af blómum, allskonar blóm, allskonar litir. Blóm sem maður þekkti og önnur sem maður þekkti ekki og litir sem maður hafði aldrei séð á sumum þeirra. Bara fallegt þarna inni og ef ég byggi í SF þá myndi ég pottþétt kíkja þarna inn reglulega J
Fórum svo að ströndinni þar sem við röltum aðeins um og fundum góð (myndvæn) sjónarhorn að Golden Gate brúnni áður en þokan læddist inn og faldi hana fyrir okkur. Keyrðum samt yfir brúnna og að útsýnispalli sem er hinumegin við flóann… þokan var rosalega þétt og mikil þannig að það sást ekki yfir flóann.
Keyrðum aðeins um þarna megin við flóann og enduðum á einhverri strönd þar sem Oliver fékk að leika sér í sandinum og flæðarmálinu – það er mjög vægt til orða tekið að segja að hann hafi ekki verið sáttur við að fara í bílinn, barnið HÁgrét.
Notuðum svo kvöldið í að pakka niður og gera allt klárt fyrir brottför.
RoadTrip
27.september
Keyrðum til Oakland yfir BayBridge þannig að við náðum að keyra yfir báðar brýrnar!
Í Fresno skiptum við af hraðbrautarkerfinu yfir í gamla þjóðvegakerfið. Dálítið sérstakt að hætta að keyra í allri þessari umferð og vera á löngum kafla bara eini bíllinn á svæðinu. En þessi þjóðvegur átti eftir að skila okkur alla leið til Sequoia. Meðfram veginum var allt morandi í allskonar rætkun, vínber, ferskjur, epli, nektarínur, plómur voru þarna bara rétt við vegin. Við vorum ekki lengi að ákveða að stoppa þegar við sáum að framundan voru bændur með sölubás, keyptum af þeim vínber, ferskur, plómur og nektarínur 🙂
Leiðin að þjóðgarðinum er rosalega falleg. Heilmikil hækkun þarna (síðasta skiltið sem ég tók eftir var 7000fet og við fórum hærra en það). Við hittum svo skemmtilega á að þennan dag var einhver þjóðgarðadagur og við fengum frítt inn í garðinn 🙂 Við keyrðum um og fundum loksins svæðið þar sem stæðsta furutré heimsins, General Shermann, er. Gengum smá spotta að trénu og ég held að það sé vægt til orða tekið að það er stórt! Svo stórt að það væri auðveldlega hægt að keyra 2 Hummera samsíða í gegnum það, og hæðin er ótrúleg. Á leiðinni af svæðinu var einn vegurinn tvískiptur, þ.e. önnur akstursstefnan fór aðeins til hliðar við hina… og okkar var þannig að við keyrðum á milli 2 HUGE trjáa, ræturnar eru alveg við malbikið sem er ekki mikið breiðara en bíll.
Keyrslan niður var annsi brött, miklar beygjur og hraðinn var eiginlega alltaf of mikill, endaði allavegana með því að ég varð hálf bílveik (nokkuð sem er annsi sjaldgæft). Það fyndnasta sem við sáum þarna var skilti sem kenndi ökumönnum að gíra niður svo að fólk myndi ekki bræða úr bílunum og klára bremsurnar á fyrstu metrunum.
Keyrðum til Tulare þar sem við fundum okkur gistingu fyrir nóttina.
Las Vegas
28.september – 1. október
28.september
Vegas here we come!
Leiðin frá Tulare til Vegas var sú lengsta og well leiðinlegasta hingað til í þessari ferð. Þetta var eitthvað svo einhæft og tilbreytingalaust. Ekki skrítið svosem þar sem þetta var eyðimörk, Mojave eyðimörkin.
Við stoppuðum í hádeginu á frekar fyndnum stað við þjóðveginn, ekta 50’s diner enda heitir staðurinn Peggy Sue’s Nifty 50’s Diner. Allar innréttingar voru í 50’s stílnum, matseðillinn og bara bókstaflega ALLT. Bara fyndið.
Leifur komst í feitt þegar við vorum á leiðinni út þar sem hinumegin við götuna bakvið vel afgirt svæði var verið að færa til fullt af Abrahams skriðdrekum og APC’s, þetta reyndist vera birgðastöð á vegum hersins.
Þegar við keyrðum loksins inn í Las Vegas tók það okkur pínu stund að komast að Excalibur, hótelið sem við gistum á. Hótelið okkar er byggt eins og gamall kastali líkt og nafnið vísar í þá er þetta algerlega með miðaldarþema.
Um leið og við vorum komin inn á hótelið vorum við “veidd” alveg fáránlegt – létum plata okkur í að fara á morgun í Timeshare kynningu – meira um það á morgun. Verð samt að segja frá því að það var hellings mál að skrá okkur inn í þetta dót þar sem við áttum ekki sameiginlegt vísa kort, vorum ekki með sama eftirnafn og vorum ekki gift *Haha* greyjið þau! Í lokin kom klassísk spurning frá konu sem var líka að vinna þarna sem hafði fylgst með þessu öllu saman
“Where are you from?”
“Iceland”
“isn’t that the same place as Magni from RockStar?”
Áttum frekar erfitt meðað springa ekki úr hlátri þarna en þetta var bara fyndið.
Hentum töskunum upp á herbergi og röltum út að skoða Strippið!
Stoppuðum við Bellagio og skoðuðum gosbrunnasýningu þar (rosalega fallegt) gengum annars bara að Cecars Palace og fundum okkur eitthvað ætilegt þar í verslunarmiðstöðinni. Merkilegt nokk að á mörgum hótelana eru heilu mollin.
29.september
Áttum að mæta kl 9 niður í lobby til þess að hitta þessa Timeshare aðila… fórum í kynningarferð á annan stað á Strippinu þar sem verið er að byggja upp ný hótel og spilavíti. Maðurinn sem lenti á okkur heitir Will Smith, ekkert líkur þeim Will Smith sem maður þekkir, þessi er hvítur ekta Texas búi! alveg klassíska staðalímyndin sem Leifur var búinn að gera í kollinum sínum af Texasbúa – vantaði bara hattinn! Hann sagði okkur reyndar í samtalinu að hann væri frá Texas þannig að það er etv ekki skrítið 🙂 Allavegana þeir náðu ekki að selja okkur neitt þarna enda eigum við ekki til 40þús dollara á lager til þess að kaupa hlut í einhverri hótelíbúð.
Þegar við loksins losnuðu ákváðum við að klára að ganga eftir strippinu. Will hafði sagt okkur frá ótrúlega töff gosbrunni og fallegri sýningu sem eru inni í Bellagio þannig að við máttum til með að stoppa þar. Gosbrunnurinn er alvöru súkkulaðigosbrunnur með 3 mismunandi teg af súkkulaði, þ.e. hvítt, ljós brúnt og dökkbrúnt. Sýningin er bara 1 mánuð í einu og skv því sem hann sagði okkur að þá er eytt í hana 12mill á ári! aðeins! núna var þetta blómasýning í haustþema með smá halloween ívafi (grasker og þessháttar). Rosalega flott!
Næsta hótel sem við heimsóttum var Venetian, þar er allt í Feneyja þema. Framhliðarnar á verslununum eru eins og gömul hús og loftið er málað eins og himinn (reyndar er það líka í Cecar’s Palace). Það er líka á inni í byggingunni sem liggur aðeins út og framfyrir húsið, hægt að fá sér smá gondólasiglingu um hótelið, bara húmor. En það er samt rosalega fallegt þarna inni.
Á leiðinni að Stratosphere sem er eiginlega við endann á Strippinu stoppuðum við í opnu casino við hliðiná Circus Circus og þar má segja að við höfum gert eina gamblið í Vegas. Við nefnilega máttum ekki vera á spilavítisgólfinu með Oliver þannig að það voru fáir sénsar fyrir okkur til að gambla.
Við hættum reyndar við að fara upp í Straosphere þegar við komum þangað enda var ekkert sérstakt skyggni. Hoppuðum þess í stað um borð í “the Deuce” sem er strætó sem gengur bara þarna eftir strippinu og niður á Fremont str. Okkur fannst reyndar endalaust fyndið að konan sem keyrði vagninn var með svo svaðalega langar neglur að hún hefði eiginlega ekki átt að geta keyrt vaginn fyrir þeim. Við erum að tala um að hver nögl hefur pottþétt verið um og yfir 20cm á lengd! Fórum út við The Riviera því að mig langaði svo að sýna Leifi bronsafsteypurnar sem eru þar – smá húmor í gangi.
Fyrir utan Treasure Island (hótel/spilavíti) var sýning sem er búin að vera þarna reyndar í mörg ár (sá hana líka ’99). Bardagi á milli kvk og kk sjóræningja og gettu hver hefur betur?
Tókum vagninn svo áfram og nokkurnvegin heim á hótel en fórum inn á MGM Grand. Fundum þar inni ljónabúr þar sem ljónin lágu hálf sofandi á glergólfi þar sem fólk gat labbað undir. Oliver tók sig til þegar Leifur rétti hann upp að ljónunum, benti og urraði á þau – held að fólkið í kring hafi verið við það að springa úr hlátri. Ljónin hinsvegar létu þetta ekkert trufla sig og lágu bara áfram þarna. Búrið sem þau eru höfð í er risa stórt og veggurinn sem snýr að spílavítinu er glerveggur. Gólfið sem þau láu á er eiginlega loft á gangvegi þar sem fólk getur gengið “inn í” búrið.
Fórum á rosalega góðan Mexicanskan veitingastað inni á MGM Grand sem heitir Diego *nammigott*
30.september
Hoover Dam var aðal atriðið á dagskrá dagsins. Vorum þar um 10 leitið í glampandi sól og steikjandi hita. Við löbbuðum um stífluna og tókum slatta af myndum af öllu og engu. Þegar við komum til baka ákváðum við að fara í skoðunarferðir sem boðið var uppá. Leifi langaði að fara í ýtarlegri skoðunarferð þar sem hann gat fengið að skoða stífluna að innan en sú ferð var bönnuð börnum undir 10 ára minnir mig. Við Oliver létum okkur nægja að fara bara í “Visitors Center” og skoða sögu stíflunar. Þar sem Leifs skoðunarferð tók lengri tíma en okkar Olivers ákváðum við að skoða gjafavöruverslunina líka og Oliver náði sér lika í smá kríu á meðan við biðum eftir Leifi. Við vorum við það að bráðna þegar við komum aftur að bílnum – svosem ekki skrítið þegar hitamælirinn í bílnum sem NB stóð í skugga sýndi 100°F sem er e-ð um 35°C.
Eftir smá hvíld á hótelinu skelltum við okkur yfir á Mandalay Bay og skoðuðum sýningu þar sem heitir Shark Reef. Þar er stórt fiskabúr með allskonar fiskum, hákörlum, skjaldbökum og öðrum sjávarlífverum. Oliver skemmti sér konunglega við að urra á krókudíl, pota í skötusel (sting ray) og fleiri fiska. Það var nefnilega svona “klapphorn” þarna, ss maður gat klappað nokkrum fisktegundum og kröbbum. Hann bætti við nýju orði þarna, sem er svosem ekkert skrítið þar sem við vorum alltaf að segja við hann “sjáðu fiskana”, þannig að stuttu síðar kom “fiska”.
Við skelltum okkur þvínæst niður á Fremont str. sem er gamla spilavítisgatan. Í dag er búið að byggja yfir hana þak og þar er rosa ljósa/tónlistarsýning á klst. fresti á kvöldin. Við hittum á 2 sýningar, ein kl 10 og svo kl 11. Sú fyrri hitti beint í mark hjá Leifi enda var það Queen sem réði skjánum 😉
Þessi gata er allt öðruvísi en Strippið og í raun meira svona eins og maður hefur búið til myndina í kollinum af Vegas.
Komum heim seint og síðar meir með úrillan pjakk 🙂
1. október
Þar sem við sofnuðum alltof seint í gær vöknuðum við alltof seint í dag. Náðum samt að leggja af stað um 9 leitið áleiðis til Los Angeles. Vorum búin að undirbúa okkur fyrir svaka traffík við fylkjamörkin þar sem við höfðum séð rosalega biðröð við tollskýli – sem reyndist svo aðalega vera að tékka hvort maður væri að flytja ávexti á milli fylkja sem er víst ekkert alltof sniðugt út af einhverri flugu.
Eftir því sem við nálguðumst LA meira því órólegri og pirraðri varð Oliver. Sem er hálf fyndið því að hann er búinn að vera svo góður og duglegur alla ferðina hingað til. En það hlaut að koma að því að hann væri búinn að fá nóg af bílnum og bílstólnum.
Náðum að standast allar þær tímasetningar sem við vorum búin að áætla á okkur. Vorum komin út á flugvöll um 4 og þá vorum við búin að skila af okkur bílnum* og losa okkur við slatta af drasli sem við vorum búin að sanka að okkur (bæklingar og dót).
Í fluginu var Oliver algert fiðrildi framan af en sofnaði svo þegar um klst var eftir af fluginu og svaf fram að lendingu. Fluginu seinkaði um rúman hálftíma þar sem að með okkur var fullorðinn maður sem þurfti á aðstoð að halda – við erum eignlega bæði á því að þessi maður hefði sennilegast ekki átt að fá að fljúga svona í almennu flugi, hann var greinilega sjúklingur, varla með meðvitund þann tíma sem við sáum hann á flugvellinum og hefði sennilegast átt að vera fluttur með sjúkraflugi en ekki almennu flugi. Það tók rúmlega 45mín að koma kallinum fyrir í vélinni! og það fékk enginn að fara inn fyrr en þau voru búin að koma sér fyrir, ekki einusinni business class!
Þegar við lentum í San Antonio var það annsi þreytt móttökunefnd. Linda greyjið hafði fundið sér sæti við þjónustuborð og var dottandi þar (hún tók ekki einusinni eftir því þegar einhver kona þarna reyndi að ná sambandi við hana þar sem sú hélt að Linda væri að vinna þarna, úps).
Þegar við höfðum samband við mömmu og pabba til að láta vita af okkur fengum við að vita að “allt væri farið til fjandans” heima í bankamálum – Dollarinn kominn yfir 100kr. Skemmtilegt!
* Þegar við skiluðum bílnum fengum við kvittun sem sýndi hversu langt við hefðum keyrt á þeim tíma sem við höfðum bílinn í okkar umsjá… 1853 mílur eða 2982km!