Los Angeles
20. – 23. september
20.september
Vorum mætt út á flugvöll rúmlega 4 í nótt, Oliver var ekki alveg að átta sig á því hvað væri að gerast… Flugið var kl 6:30. Auðvitað steinsofnaði Oliver bara rétt fyrir flugtak og svaf næstum því alla leiðina.
Eftir að hafa fundið bílaleiguna, valið okkur bíl (Chevy Malibu), náð í bílstólinn og GPStækið tókum við stefnuna á fyrsta skyndibitastaðinn sem GPS tækið sýndi okkur – já við vorum í svoddan rellu að það var ekkert í boði nema ristaðar hnetur og kex!
Ákváðum að skella okkur beinustu leið í Universal Studios. Fengum glampandi sól allan tímann og steikjandi hita. Náðum að græða rúmlega 50$ strax í miðasölunni þar sem við sáum ekki að á skiltinu stóð að ókeypis væri inn fyrir 3 ára og yngri 😉 plús að fólkið sem var fyrir framan okkur í miðaröðinni gaf okkur coupon inn í garðinn 😛 ekta kanar! Við eyddum semsagt öllum deginum í að skoða garðinn og fórum í 2 ferðir, önnur þeirra sýndi fullt af sviðsmyndum – dálítið spes að keyra framhjá BATES motel og hafa WhoVille í bakgrunninum, einhvernvegin ekki alveg eins óhuggnarlegt 😉 hin ferðin var svona sýnisferð um bíómyndabrellur ekki alveg eins skemmtileg og hin en ágæt samt. Oliver var ótrúlega góður í þessum ferðum og sýndi algerlega sínar bestu hliðar. Honum brá ekki einusinni þegar “skerí” hlutinn var í sviðsmyndaferðinni.
Eftir langan dag fórum við að reyna að fá GPS tækið til þess að sýna okkur leiðina á hótelið okkar sem hafðist eftir smá slagsmál. Þegar við komumst loks uppá hótel vorum við alveg búin á því enda 2klst á undan Californiu klukkunni.
21.september
Brunuðum niður í gamla Miðbæ LA, eða réttarasagt sögulega miðbæinn. Ekki alveg hægt að segja að miðbærinn þarna sé fallegur enda er hann í dag orðinn meira svona business hverfi. Fundum ferlega skemmtilegan markað í spænska hlutanum þarna – ótrúlegt úrval af allskonar mat. Á leiðinni til baka í bílinn vorum við stoppuð þar sem við máttum ekki labba inn í mynd! Jújú það var verið að taka upp 1 stk bíómynd þarna og við vorum fyrir 😉 fylgdumst þess í stað með upptökunni, hmm veit ekki hvort þessi mynd verði neitt sérstaklega spennó enda bara verið að taka myndir af kalli að stjórna umferð þar sem sömu bílarnir keyrðu í hringi *haha* aníhú skv einhverjum pappírspésum sem voru þarna á myndin að heita Bone Deep (maður þarf ss að fylgjast með henni þegar þar að kemur).
Fórum svo beint á Walk of Fame sem við löbbuðum alveg endana á milli – leituðum að nokkrum stjörnum sem okkur langaði að sjá, strákarnir mátuðu nokkur fótspor og handarför 🙂 Fyrir framan Chinese Theater þar sem handar/fótarförin voru var samt alveg stappað af fólki og varla hægt að sjá neitt.
Leifur var búin að finna út hvar hægt var að taka mynd af Hollywood skiltinu frá WOF og sömuleiðis búinn að finna heimilisfang að húsi (Crossroads of the world, úr uppáhaldsmyndinni hans LA Confidential) sem hann vildi sjá sem var staðsett á Sunset Bwd.
Vorum líka algerlega gengin upp að hnjám þegar við duttum inn á hótel um kvöldið.
22.september
Fengum að upplifa ekta LA morguntraffík þegar við lögðum af stað þennan morguninn. Byrjuðum á því að leita að götu sem heitir Dundee dr. Við þá götu stendur hús sem var í LA Confidential (en ekki hvað). Frá Dundee dr keyrðum við að Griffith Park stjörnuskoðunarstöðinni, sem var reynar lokuð en vel hægt að labba þarna um og njóta útsýnisins yfir LA. Fundum ofsalega fallegan lítinn fugl á sveimi þarna sem kallast Humming Bird – ekkert smá snöggur og jafnframt ofsalega fallegur.
Rúntuðum aðeins um í Beverly Hills, tókum rúntinn niður Rodeo Drive sem ég verð að viðurkenna að er þónokkuð öðruvísi en ég bjóst við – þá meina ég ekki verslanirnar ónei, allar þessar hellstu snobbmerkjavörur þarna auðvitað 😉 en einhvernvegin hélt ég að gatan sjálf væri öðruvísi.
Við vorum einhvernvegin búin að fá nóg af bílnum og labbi þannig að við ákváðum að skella okkur niður á Santa Monica beach, ekkert smá notalegt að slappa aðeins af á ströndinni og leifa Oliver að kynnast sjónum, aðeins að busla 😉 labba eftir flæðarmálinu og njóta þess að vera til. Fyrst við vorum á annað borð komin í þennan pakka ákváðum við að rúlla yfir á Malibu líka áður en við færum heim á hótel, sérstaklega þar sem þá gætum við tekið “shortcut” á morgun þegar við færum af stað til San Francisco.
Við keyrðum til baka frá Malibu eftir ótrúlega fallegum vegi sem leiddi okkur inn í þröngan djúpan dal sem heitir Malibu Canyon – þegar við komumst að því hvað þessi fallegi vegur heitir áttum við nú frekar erfitt með okkur þar sem hann heitir Las Virgenes 😉
ROADTRIP
23.september
Komum okkur af stað um kl 8, aðeins seinna en við höfðum ætlað okkur og lentum því í morguntraffíkinni aftur – Leifur uppgötvaði hinsvegar í gær að þar sem við værum 2 í bílnum þá værum við lögleg á CarPoolLane (híhí töldum nú ekki örrugt að telja Oliver með þarna).
Keyrðum eftir þjóðvegi 101 með smá stoppi í fallegum garði þar sem við fengum okkur smá snarl og Oliver fékk að hlaupa um, leika sér í kastala og rólum í smá stund. Keyrðum svo eitthvað áfram að smábæ sem heitir Cayucos þar sem við ákváðum að stoppa þar sem sumir (lesist: Oliver) voru ekki alveg nógu kátir. Þarna skelltum við okkur aftur á ströndina 😉 ekki alveg jafn hrein strönd og SMB en fín fyrir því, allavegana var rosalega gaman að sitja í sandinum og moka með skeljum *haha* og hlaupa í flæðarmálinu.
Eftir gott stopp keyrðum við áfram eftir strandveginum áleiðis til San Francisco. Rosalega fallegt umhverfi og ég mæli hiklaust með því að keyra þessa leið, hún er jú lengri en að keyra hraðbrautina en ó svo falleg! Minnir að sumu leiti á íslenska fjallvegi þar sem mikið er um beygjur og hann er bókstaflega utan í hlíðinni og maður hefur bara kletta á aðra hönd og þverhnípi beint niður í sjóinn á hina. Við vorum lengi að pæla í því hversvegna við værum að mæta svona svakalegum fjölda af hjólreiðafólki þarna, virtist vera eitthvað maraþon eða e-ð þannig í gangi. Í einu myndastoppanna hittum við á hóp af hjólafólki þar sem það var að pumpa í dekk og e-ð álíka þá komumst við að því að þessi hópur fer á hverju ári þessa leið á milli San Francisco og LA, amk hjóla allir einhvern hluta af leiðinni en sumir alla, þeir safna áheitum og gefa í góðgerðarmál. Ferlega töff og jafnframt pottþétt ferlega ERFITT.
Ákváðum að stoppa í Santa Cruz og finna okkur næturgistingu þar enda búin að vera á ferðinni allan daginn og enn eftir 2-3 klst í keyrslu, áttum hvorteð er ekki bókað herbergi í San Fran fyrr en næsta dag.
Í bílferðinni tók Oliver upp á því að herma eftir okkur í tíma og ótíma þannig að við náðum að kenna honum nokkur ný og skemmtileg orð.. eins og Bogga sem hljómaði reyndar eins og Gogga 😉
Hehehe litla krúttið ! 🙂