SAN ANTONIO
14. – 19. september
14.sept
Fljótlega eftir að við komum okkur framúr fóru frændsystkinin að mæta á svæðið, Shavawn, Steve, Logan & Luke, Linda, Chris, Ashley, Andrew, Veronica & Kalli og svo hún Madison.
Strákarnir (L&L+Oliver) og Madison voru á fullu allan tímann og Oliver var alveg í essinu sínu að hafa svona marga krakka til að leika við. Við fórum aðeins að pæla í stærðarmuninum á milli Olivers og Luke þar sem það eru um 4 mánuðir á milli þeirra og líka alltaf verið talað um að Luke sé svo stór en okkur fannst ekki vera svo mikill munur á milli þeirra, Oliver nær honum upp að eyra eða svo í hæð en að öðru leyti eru þeir frekar áþekkir.
Það er enginn smá munur á Andrew og Chris síðan ég sá þá síðast (’99), svosem ekki skrítið þar sem þeir voru svoddan beibís þá en eru í dag fullvaxnir menn.
Seinnipartinn kíktum við í smá búðarráp með Ashley og Andrew, fórum í búð sem er í miklu uppáhaldi hjá Ashley og Kalla, “Bass pro shop”, þetta er RISASTÓR veiðibúð, með bókstaflega ÖLLU sem þú þarft ef þú ætlar á veiðar (skiptir ekki máli hvað þú ætlar þér að veiða). Kíktum svo í ísbúð sem heitir Coldstone og er dálítið öðruvísi ísbúð. Þú færð ekki neina “venulega” ísa þar heldur eru ísarnir blandaðir fyrir framan þig á marmaraplötu, þ.e. bragðefnum og þannig blandað saman á plötunni. Smá stemmari í gangi þarna og ef maður tipsar staffið meira en 1$ þá þurfa þau að syngja e-ð frekar asnalegt lag… greyjin – myndi amk ekki vilja vinna þarna.
Allar fréttirnar í dag tengdust auðvitað Houston og Galviston enda hafði fellibylurinn Ike farið þar yfir og lagði G. Algerlega í rúst!
15.sept
Föndurbúðirnar (Hobby Lobby og Joann) voru heimsóttar í dag ásamt Target. Náðum að eyða smá í þeim og dunduðum okkur lengi í Target við að skoða allt sem var þar í boði.
Að öðru leyti eyddum við deginum heima í afslappelsi og að taka upp dótið sem við höfðum pantað af netinu og látið senda heim til Ástu frænu 😉
16.sept
Miðbærinn var tekinn með trompi í dag ásamt Ashley frænku og Veronicu mömmu hennar. Þær fóru með okkur í klassíska túristaskoðunarferð um Alamo-ið. Veronika tilkynnti öllum sem við töluðum við að við værum frá Íslandi, sem fólki fannst víst merkilegt. Gengum eftir River Walk að hluta til og fórum svo í siglingu eftir ánni. Leifi fannst þetta endalaust mikill túristmi og talaði um að hann fengi kjánahroll við tilhugsunina við að fara í þessa siglingu.
Fórum í hádeginu á yndislegan Mexican veitingastað – það er reyndar hægt að fá betri Mexican mat en stemmarinn þarna er alveg brilliant! Staðurinn heitir Mi tierracafe og er svona sambland af veitingastað, bakaríi og pöbb. Fengum þær bestu frosnu margaritur sem ég hef fengið *jummy* Veronica endaði líka á að panta 2x stórar könnur á borðið *hehe* fyrir utan starter margariturnar sem við keyptum á barnum á meðan við biðum eftir borðinu.
Leifur lét Ashley um að panta fyrir sig matinn og hún ákvað að kenna honum hvernig hann ætti að gera ekta fahitas. Oliver tók ástfóstri á tortillakökunum og ég er ekki frá því að hann hafi borðað 2-3 heilar kökur sjálfur. Tortilla kökurnar þarna eru ca á stærð við kökudisk, þykkar og matarmiklar. Oliver fékkst líka til að smakka salsasósu og guacamole en var ekkert alltof hrifinn af því, svipurinn sem hann setti upp þegar hann smakkaði salsasósuna (MILDA) var kostulegur!
Eftir matinn kíktum við svo á mexican markaði sem eru þarna og fengum stemninguna enn betur í æð. Ashley keypti ekta mexíkanskan bjór, Dos Equis (XX) handa þeim Leifi. Tókum eftir því að allstaðar þar sem Kúrekahattar og mexican hattar eða grímur voru til sölu var búið að setja upp skilti sem á stóð að það væri bannað að taka myndir af fólki með hattana/grímurnar! Hah! Góðir 🙂
17.sept
Linda og Luke komu yfir með fullt af dóti sem þeir frændur gátu leikið sér með. Hrúgu af matchbox bílum – Oliver tók ástfóstri við bila eftir þennan dag.
Við familían röltum niður í verslunarkjarnann sem er rétt hjá Ástu frænku og fórum þar í búð sem vinur hans Kalla frænda rekur. Þessi búð sérhæfir sig í “kúrekadóti” enda var tilgangurinn að fara og kaupa 1 stk ekta kúrekahatt á pjakkinn 🙂 hefðum líka getað keypt ekta kúrekastígvél á hann en létum það vera í þetta sinn… kannski næst!
Kalli stoppaði í smástund en hann var á leiðinni í vinnuna, hann vinnur sem slökkviliðsmaður en hann var að taka aukavaktir sem “vaktmaður” í flóttamannabúðunum fyrir íbúa Houston og Galviston. Þvílíkar sögurnar sem hann var að segja okkur af þessu liði – þetta er víst bara pakk.
Við kíktum svo í enn eina föndurbúðina með Lindu 😉 Michael’s 🙂
18.sept
Fórum og heimsóttum Sam á dvalarheimilið (fyrir fólk með Alzheimer’s). Skrítið að sjá hann, búinn að breytast alveg ótrúlega mikið og hann leit eiginlega í gegnum mann líkt og hann sæi mann ekki. En það var gaman að fylgjast með honum horfa á Luke og Oliver leika sér þarna. Hann ljómaði alveg þegar hann sá þá.
Á heimleiðinni (dvalarheimilið er í ca klst akstursfjarlægð frá Ástu) stoppuðum við í skólanum sem Chris er í. Hann er að læra að vera Flugvirki eða e-ð þannig. Leifur kíkti inn með Lindu. Þessi skóli er frekar fyndinn svona þegar maður pælir í því þar sem hann er við San Antonio flugvöllinn en á brautinni sem er við skólann lenda bara litlar flugvélar. Lobby-ið er allt úr marmara, með leðursófum og eins og LS sagði “með fullt af jakkafataklæddu liði á leið úr fínu einkaflugvélunum sínum”. Það hafa víst margir farið beint úr þessum skóla í vinnu hjá fólki með einkaflugvélar – ekki amalegt ef hann kemst í það. Reyndar lenda líka þarna allar þær flugvélar sem tengjast spítölunum því að þeir eru þarna rétt hjá líka og skv frænkunum þá er mjög algengt að flug sem flytja líffæri v/líffæragjafa fari þarna um.
Eftir þetta kíktum við aðeins í búðir að byrja að byrgja Oliver upp af fötum 😉
Við vorum búin að frétta af því að íslenskur listamaður ætti að vera með sýningu í “Botanical garden” sem er svona nokkurnskonar grasagarður í San Antonio. Þetta er afskaplega fallegur garður og hægt að eyða lengri tíma í að rölta þarna um. Allavegana það vildi svo til að þessi íslenski listamaður er engin önnur en Steinunn Þórarins, nágranni mömmu og pabba á F59 🙂 Mátti til með að fara!!! Steinunn varð ekkert smá hissa þegar hún sá okkur þarna. Þó svo að ég sé ekkert alltof spennt fyrir þeirri list sem hún fæst við þá var samt mjög gaman að sjá stytturnar hennar í svona allt öðruvísi umhverfi en maður er vanur að sjá þær heima á Íslandi.
Oliver er farinn að bæta við orðum í orðaforðann sinn, það nýjasta er að biðja um VAFFI! Eða Kaffi…
19.sept
Eftir að hafa fengið Ashley og fartölvuna hennar í heimsókn í þeim tilgangi að tæma minniskortin yfir á litla flakkarann fengum við Ástu frænku til að skutla okkur niður í miðbæinn.
San Antonio er reyndar frekar flöt borg og sannkölluð bílaborg. Miðbærinn er ekki mikið meira en umhverfið í kringum River Walk-ið og Alamo-ið. Við fengum okkur samt góðan göngutúr þarna og stoppuðum m.a. í búð sem heitir Buckhorn. Við áttum frekar erfitt með okkur þar inni þar sem aðal afgreiðslumaðurinn var þannig týpa að halda mætti að hann hefði dottið beint út úr gömlum vestra! Þessi búð reyndist líka vera veitingastaður og safn allt í þema villta vestursins.
Fengum okkur hádegismat á veitingastað sem var alveg með þjóðernisrembinginn á hreinu – The Republic of Texas 🙂
Hringdum í Ástu frænku til þess að biðja hana sækja okkur um 3 leytið þar sem við áttum að leggja af stað til Shavawn um 4 (hún býr í ca klst akstursfjarlægð frá Ástu, Cibelo minnir mig að bærinn heiti). Reyndar var það Ashley sem kom og náði í okkur – held að stelpu greyjið fái seint að gleyma því að hún villtist 3x í miðbænum við að reyna að koma okkur upp á hraðbrautina 🙂
Fórum svo loksins til Shavawn & Steve en hún átti afmæli þennan dag og var með smá afmælisboð í gangi sem átti svo eftir að verða að rosa partýi en því miður þá áttum við flug snemma daginn eftir til LA þannig að við stoppuðum stutt.