Einu sinni, fyrir langa löngu fóru froskar … í keppni. Markmiðið var að ná upp á topp á háum turni. Margt fólk safnaðist saman til að horfa á þá og hvetja.
Keppnin byrjaði.
Í raun og veru hefur fólkið líklega ekki trúað því að það væri mögulegt fyrir froskana að komast efst upp á turninn, svo að allt sem maður gat heyrt frá áhorfendum var af þessum toga:
“Ohhhh þvílík fásinna !!!
Þeir geta þetta aldrei !”
Einn og einn froskur fór að heltast úr lestinni en einn hélt ótrauður áfram.
Og fólkið hélt áfram :
“… Þvílík fásinna !!! Þeim tekst þetta aldrei!…”
Og froskarnir játuðu sig sigraða, nema þessi eini sem hélt sínu striki.
Að lokum, voru allir froskarnir hættir keppni, nema þessi eini sem einn og óstuddur, með ótrúlegri eljusemi og dugnaði, náði toppi turnsins.
Hina keppendurna langaði að vita hvernig hann fór að. Einn af þeim gekk til hans til að spyrja, hvernig í ósköpunum hann hafði farið að því að halda þetta út og klára keppnina. Og komst þá að því að hann…var heyrnarlaus!
Moral of the story…hlustaðu aldrei á fólk sem hefur þann leiða vana að vera neikvætt og sjá skít í hverju horni…vegna þess að það rænir þránni úr hjarta þínu!
Minntu sjálfan þig alltaf á mátt þeirra orða sem við heyrum og lesum.
Þess vegna þarftu alltaf að hugsa jákvætt.
JÁKVÆÐNI !
Niðurstaða:
Lokaðu eyrunum fyrir hverjum þeim sem segir þér að þú getir ekki og munir ekki ná þeim markmiðum sem þú stefnir að til þess að láta drauma þína rætast. Stefndu hátt, hlustaðu á eigin rödd og hjarta og vertu JÁKVÆÐUR, þá öðlastu allt það sem þú sjálfur vilt.
Sendu þetta til sem flestra og þetta verður þitt framlag til að gera heiminn að betri stað.