ég var að fatta það núna áðan að fyrst bensínið er komið niður í 162kr þá finnst mér einhvernvegin eins og það sé svaka lágt í augnablikinu… fæ það alveg á tilfinninguna að ég þyrfti að fylla tankinn fyrst það er svona lágt! en án gríns þetta er ekkert lágt verð! þegar ég átti Polo-inn þá var líterinn á um 100kr! og ég seldi hann fyrir 3 árum síðan!
æj mér finnst bara fyndið að þykja þetta alltíeinu ódýrt, þegar það er það ekki…
haha já einmitt… mér finnst ég einmitt bara vera að tapa peningum að fylla ekki tankinn á þessu verði hehe
Ég man þegar ég keypti yarisinn minn þá kostaði líterinn ekki nema eitthvað um 70 kr eða þar um bil… og þegar verðið skreið í 100 kallinn þá var maður sko reiður og hneikslaður…
Fyndið hvað maður er snöggur að aðlaga sig og brengla allt svona verðskyn :þ
nákvæmlega, þetta er ekkert smá mikið bull!!