Við skelltum okkur á tónleikana í Laugardalnum í gærkvöldi. Löbbuðum úr H14 og niður í Húsdýragarð með stubbinn í kerrunni… sem varð auðvitað til þess að rétt um það leiti sem við vorum að taka fyrstu skrefin inn í Laugardalinn þá var minn maður sofnaður… og vaknaði ekki aftur fyrr en Stuðmenn voru að klára síðasta lagið! Fylgdist svo með umhverfinu á heimleiðinni glaðvakandi. Fyndið hvernig hann gat sofið í gegnum allan hávaðann en svo um leið og það var búið þá vaknaði minn 🙂
Annars þá voru tónleikarnir alveg hreint ágætir, misstum reyndar viljandi af Ingó *hóst* en héldum reyndar að þeir yrðu fyrstir þannig að við misstum eiginlega líka af Ný Dönsk.. úps! En Stuðmenn og Valgeir Guðjóns stóðu sig bara vel og við skemmtum okkur ágætlega 🙂 Fínt líka að fá sér göngutúr í rigningunni – ef rigningu skyldi kalla… þetta var eiginlega meira úði! og það þægilegur.
Sælar frú.
Var með frænda í Ljósinu í dag og hann var að segja mér frá mynd af þér og afa og lambi. viltu beina mér að stutta leið svo ég þurfi ekki að hakka allt bloggið.