Lækjarbakki í yfirhalningu
Originally uploaded by Leifur & Dagný Ásta
Um helgina var ættarmót hjá systkinum móðurafa míns, Olivers. Fullt af fólki sem mætti og skemmti sér saman í yndislegu veðri.
Dagurinn byrjaði á því að við hittumst við minnisvarðann sem er hjá kirkjugarðinum og svo fóru sumir upp í Enni að nýrri útsýnisskífu sem er komin þangað. Síðar var tekinn smá göngutúr um Ólafsvíkina og m.a. kíkt í Lækarbakka þar sem amma og afi hófu sinn búskap og allavegana 3 af 5 börnum þeirra fæddust (man ekki alveg hvenær þau fluttu í Vallholtið en finnst samt einhvernvegin sem þau hafi öll fæðst þarna). Næsta stopp var í garðinum í Jóuhúsi þar sem fólk fékk sér kaffi og spjallaði saman í smá tíma.
Um kvöldið færðu sig allir yfir á Arnarstapa og grilluðu saman, spjölluðu meira, sungu og fóru í leiki.
Þetta var ferlega notalegt og vonandi verður þetta gert fljótlega aftur.
Hér má finna eitthvað af myndunum sem við tókum fyrir vestan.
Mig vantar reyndar slatta af nöfnum við myndirnar, ef þú/þið hafið upplýsingar endilega látið mig vita svo ég geti bætt úr því.
Hæhæ,flottar myndir hjá þér.Takk fyrir helgina þetta var mjög gaman 🙂