það er ótrúlega margt búið að fara í gegnum kollinn minn í dag, enda var ég ein heima í mest allan dag… náði mér í einhverslags pest á ættarmótinu og er búin að vera með hita og skemmtilegheit síðan þá. Allavegana þá á kollurinn minn það til að fara á flug og ekkert endilega að fara í skemmtilegar pælingar, þó svo að þær væru jú mun meira velkomnar en hinar.
Maður er jú sinn versti gagngrýnandi alla jafna og nær að plokka upp hvert eitt og einasta litla smáatriði sem ekki passar eða mætti fara betur.
Það sem truflar mig meira en að detta í svona hugsanir er þegar einstaklingar sem maður telur vera vini sína eða nána ættingja taka upp á því upp úr þurru að hafa samskiptin eingöngu á þá leið að tala við mann eða um mann á niðrandi nótum, með eintóm innihaldslaus og tilgangslaus skot… ég veit ekki hvort sá aðili sem ég er að hugsa um þegar ég skrifa þetta geri sér grein fyrir þessu, etv þá er þetta ekki svona í huga viðkomandi. Mér finnst þetta reyndar orðið slæmt þegar 3ji aðlili kemur til manns og spyr hvað sé eiginlega í gangi. Við vorum eiginlega búin að ákveða að loka bara á þetta og velta okkur ekkert frekar upp úr þessu þó svo að þetta væri frekar leiðinlegt og setti alltaf mark á hittinga. Ég reyndar hitti viðkomandi mjög sjaldan núorðið enda orðin langþreytt á þessu og fyrst ég get að þá sleppi ég því frekar heldur en hitt… Mér finnst þetta samt ferlega leiðinlegt þar sem það eina sem kemur frá viðkomandi eru skot sem eru ætíð sett fram til þess að eyðileggja e-ð sem enginn grundvöllur er fyrir… bara rugl út í eitt.
í aðeins skemmtilegra málefni að þá erum við búin að bóka þau flug sem vantaði upp á fyrir ferðalagið okkar í haust 🙂 eigum eftir að panta 3 hótel og bílaleigubíl og þá er allt komið, klappað og klárt 🙂 er farin að átta mig meira og meira á því að þetta er bara að bresta á eftir stuttan tíma 🙂
Sumt fólk er bara fífl! Þýðir ekkert að vera að böggast yfir svona löguðu.
Já nákvæmlega, sammála þér Sirrý…
Ég einmitt hef tekið sömu ákvörðun og þú Dagný… það fólk sem böggar mig og það fólk sem lætur mér líða illa – ég forðast það bara. Ég allavegana reyni það – ekki alltaf hægt reyndar en að minnka samneyti við svona lið er bara gott fyrir hjartað manns.
Knús á þig 😉
æj takk stelpur – stundum er maður bara ruglaður í hausnum…