Originally uploaded by Leifur & Dagný Ásta
Við tókum okkur til um daginn og ákváðum að strípa fallega gamla kommóðu sem Leifur erfði eftir ömmu sína og lakka hana upp á nýtt. Ása amma hans hafði fengið hana þegar hún fór til Danmerkur sem smá stelpa þannig að skv okkar útreikningum (og Tengdó) þá má áætla að það séu um 75 ár síðan hún komst í hennar eigu, spurningin er svo hvort hún hafi verið ný þegar hún fékk hana 😉
Þetta var dálítið mikið verk en gekk vel eftir að við fórum að subba vel af undraefninu sem pabbi fann fyrir okkur í BYKO eða Húsasmiðjunni. Þetta efni náði að leysa upp allavegana 3 lög af mismunandi málingu/lakki. Svo var bara að skafa og pússa 😉
Myndin hérna til hliðar sýnir hvernig hún leit út þegar við vorum búin að hamast við að skrapa af henni fornminjarnar, bara ber viðurinn.
Næsta skref var auðvitað að grunna og bíða svo í amk 4 klst og þá mátti fara fyrstu umferðina af lakkinu… þá næstu 16klst síðar! *jeij* gaman! bíða! gaman! og þá þriðju (afþví að okkur fannst vanta loka tötshið eftir umferð no 2) allavegana 16 klst síðar (sem varð reyndar 2-3 dögum síðar vegna tímaleysis).
Við þurftum reyndar líka að skreppa í Brynju og fá svona fínar litlar messíng skrúfur sem pössuðu við höldunar þar sem nokkrar skrúfur voru týndar.
Við erum rosalega ánægð með útkomuna og prýðir hún núna forstofuna hjá okkur hvít og fín í stað “ógeðslega” blá eins og einhver orðaði það 😉
Það er hægt að sjá fleiri myndir af ferlinu hér, á reyndar eftir að bæta við “loka” mynd en hún er til! á bara eftir að setja hana á netið 🙂 Hún er komin inn 🙂
mig langar reyndar líka að ath hvort ég geti ekki fundið mynd af henni þar sem hún er almennilega blá en ekki eftir að við vorum byrjuð að skafa litinn af…
Þú sást ekki hvað kommóðan var fallega grágræn áður en Leifur komst í að mála hana svona ógeðslega bláa (eins og það eru nú til margir fallega bláir litir!)
jújú, ég sá það þegar blái liturinn var að fara 😛 fannst hann nú eigilega ekki mikið fallegri *Haha* held að hún hafi af þessum 3 litum sem ég sá verið fallegust í upprunalega litnum 🙂
Við þyrftum eiginlega að gramsa í myndunum og finna almennilega mynd af henni blárri og helst grænni líka 😉
hmmm var græni kannsi of framsóknargrænn ?? *híhí*
Vá hvað hún er flott svona, segir manni að gefast ekki upp á gömlum fallegum hlutum.
Ég skil ekkert í Leifi að mála hana svona bláa, ég held að þetta hafi verið eitthvað samansull af afgangs málningu. En græni liturinn var mjög fallegur, græni liturinn sem þú sást var örugglega eitthvað afskræmdur af þessari eiturbláu málningu 😉
græniliturinn sést á myndunum … mér finnst hann ekkert sérstaklega fallegur, held reyndar að upprunalegi liturinn hafi verið fallegastur af þessum sem komu í ljós…
Átti Leifur líka Ásu ömmu? Kúl.
enginn smá munur – MIKLU fallegri svona hvít!