Við fórum um helgina ásamt tengdó í sumarbústað norður í Aðaldal. Keyrðum úr sólinni beint í rigninguna!
Áttum notalega helgi í bústaðnum með smá skrepperíum til Húsavíkur og Ásbyrgi.
Við fengum reyndar góðar skúrir í þau skipti sem við fórum út *hehe* enda var sá tími einfaldlega nýttur í að kenna sumum litlum stubbum þá listgrein að sulla í pollum! Eftir að sú listgrein var masteruð þá var auðvitað ekki hægt að labba framhjá polli, alveg sama hversu lítill hann var án þess að stíga í hann og reyna að búa til smá gusur
En eins og ég sagði þá var þetta afskaplega notalegt og þægilegt að komast út úr borginni. Hefði ekkert haft á móti því að vera þarna alla vikuna.
Við tókum auðvitað slatta af myndum en þessi sem fylgir hérna með póstinum er tekin á símann minn á miðri Öxnadalsheiðinni á leiðinni til Rvíkur.
Ég bara spyr… er ekki örugglega júlí hérna handan við hornið???
Við Simmi lentum í snjókomu á tjaldstæðinu á Akureyri 10.júlí, fyrir mörgum árum og eftir það dettur mér ekki til hugar að trúa á góða veðrið á Akureyri.
Snjórinn má alveg vera þarna fyrir norðan allan ársins hring mín vegna ef það er ekki að bögga mig með honum í bænum, hvorki sumar né vetur. Ég get þá farið norður ef mig lagar að sjá snjó.