Við hittumst nokkrar í dag eftir vinnu í Grasagarðinum. Frábært veður og yndislegur félagsskapur… allt þar til einhver náungi ákvað að stoppa rétt hjá okkur og stara á okkur leika við börnin og að lokum fór hann að tjá sig um og við börnin… Við vorum 3 þarna á þessum tíma og með 3 börn.. ég held að Sirrý hafi lent í versta málinu þar sem hún tók Brynjar Óla að sér og auðvitað er hann orðinn það gamall að hann spyr og talar út í eitt um það sem hann er forvitinn um… og jú þessi náungi hafði verið að hrósa honum yfir dugnaði við að fara í kollhnís og þessháttar… svo vildi hann endilega fá að kenna honum nýtt trix, OMG ég vissi ekki hvað ég átti að gera, maður veit jú aldrei hvar maður hefur fólk sem er undir áhrifum (sem þessi aðili var, amk undir áhrifum víns), ekkert frekar svosem en annað ókunnugt fólk – en einhvern vegin er maður jú óöruggari í kringum svona aðila.
Við vorum fljótar að týna saman dótið okkar og koma okkur í burtu þegar náunginn labbaði inn í runna (eflaust í þeim tilgangi að vökva hann). Sem betur fer var Brynjar Óli búinn að vera að tala um andarunga sem hann hafði séð á tjörninni þannig að tækifærið var vel nýtt til þess að biðja hann um að sýna Oliver og Sóleyju Svönu andarungana…
*hrollur*
Að öðru leiti var þetta síðdegi alveg yndislegt og mikið spjallað, slúðrað og hlegið! Takk fyrir okkur stelpur! Verðum endilega að gera þetta sem fyrst aftur!!
þá væntanlega án ölvaða runnavökvarans…
já helst!!