Það er búið að vera frekar rólegt hérna á kjánaprikinu undanfarið.. eða undanfarna mánuði. Lífið gengur sinn vanagang og allir voða rólegir – nema kannski Oliver enda er hann kominn í einhvern ham, bablar eins og hann fái borgað fyrir það og það er annsi misjafnt hvað fólk fær út úr bablinu.. við erum samt nokkuð viss um að nafnið Ásta sé þarna inní, hættu, sturta og eitthvað fleira sniðugt. Svo er stubburinn tekinn á sprett líka! ótrúlegt hversu hratt hann kemst yfir stundum.
Annars þá erum við búin að vera upptekin undanfarið með Ashley frænku, eins og á fyrri færslum sést þá er búið að fara með henni á Þingvelli, Gullfoss og Geysi, í útilegu í Þórsmörk og ýmislegt fleira. Vona bara að hún sé búin að skemmta sér á þessum tíma sem hún er búin að vera hérna. Ótrúlegt að það sé bara vika eftir hjá henni. Það verður líka skemmtilegt að sjá hvort Oliver eigi eftir að muna eftir þeim Ashley og Ástu í haust þegar hann hittir þær.