Við skötuhjúin skelltum okkur í Þórsmörk um síðustu helgi ásamt Ashley frænku, Óla, Evu & Frey. Þetta var bara notaleg ferð (amk fyrir flesta) og virkilega gaman að sýna kanínunni okkar nýtt svæði. Hingað til hafa hennar útilegur einkennst af tjaldi á strönd! Jájá ekkert strandarvesen hér, bara frost og jöklanálægð 🙂 Ég held að frænku hafi allavegana litist vel á fyrir utan þá staðreynd að seinni hluta nætur var annnnnsi kalt! Allavegana nógu kalt til þess að hún endaði á því að sofa í nærri því öllum fötunum sem hún kom með ofaní svefnpokanum sínum! Fyrir utan það eina sem hefði virkilega verið vit í að sofa í! Fyndið og bara minning þar.. amk náði hún sér ekki í kvef eins og hinir amerísku tjaldbúarnir sem voru þarna í nágrenninu, enda held ég að þeir hafi ekki haft neitt almennilegt til þess að klæða sig í.
Við gistum í Básum (mér þykir Básasvæðið einna notalegast…) og gerðum heiðarlega tilraun til þess að labba yfir í Langadal en áin var búin að rífa göngubrúnna að hluta með sér þannig að við gátum ekki labbað yfir. Við hittum svo Evu og Frey þegar við komum úr göngutúrnum og ákváðum að keyra öll saman yfir í Langadal og labba upp að Skugga helli og Snorraríki. Veðrið var ekkert smá fallegt, stuttermabolaveður hreinlega, og allt orðið svo fallega grænt og vel laufgað.
Við Leifur skemmtum okkur allavegana mjög vel, vona að þið hin hafið gert það líka þrátt fyrir smá bakslag hjá sumum 😉
Ég er svo að vinna í myndunum sem við tókum í Mörkinni, veit að Ashley er búin að setja sínar myndir inn á Facebook.
Ó já… stefnum á aðra ferð inn eftir í sumar 🙂
Freyr á smá ennþá inni að fá að gormast aðeins í Mörkinni :Þ hehe
díll!
Alveg sammála því að greyjið Freyr á það nú inni og vel það að fara inn í Mörk 😉