verður maður ekki að koma með svona eitt skjálftablogg eins og meirihlutinn af bloggurum landsins 😉
Við Oliver skelltum okkur á Þingvelli í gær ásamt mömmu, pabba, Ástu frænku og Ashley frænku. Við Ashley vorum nýbúnar að labba frá Öxarárfossi og erum að labba í áttina að bílastæðinu þar sem hin biðu okkar þegar við sjáum pabba hoppa upp af hleðslunni sem hann sat á (haha já pabbi hoppaði) og það næsta sem við tökum eftir eru fljúgandi steinar niður í Almannagjá!
Það fyndna við þetta var eiginlega það að á meðan við frænkurnar vorum að rölta niður Almannagjá þá spurði Ashley mig að því hvort steinar dyttu ekki stundum niður í gjánna þar sem henni fannst sumir steinarnir efst vera eitthvað svo lausir og mitt svar var auðvitað að ég myndi ekki eftir steinafalli nýlega – held að það hafi ekki gerst síðan í skjálftanum 2000! gæti svosem verið rangt hjá mér, hef bara ekkert pælt í því.
Frænka var alveg himinlifandi yfir því að hafa náð að upplifa jarðskjálfta á Íslandi! og það svona sterkann. Hún gat varla beðið eftir því að komast heim til þess að senda fólkinu sínu tölvupósta um þetta 🙂 bara sætt…
Svo hugsaði maður auðvitað ekkert út í það hvernig Peningagjáin myndi líta út – Fórum bara þangað eins og ekkert væri eðlilegra en viti menn ég hef aldrei séð hana svona…
Vá!!!
Yfirleitt er hún kristal tær og falleg!!!
Það er eins og þú hafir tekið mynd af einhverjum drullupolli á leiðinni! Frekar skrýtið!!
æji já ég er að mastera photoshop hæfileikana 😛
eða ekki 😉 þetta var rosalega skrítið að sjá.
Á maður ekki að svara spurningunni ? :Ég var í Blómavali og tók ekki eftir neinu nema smá öldum í fiskbúrunum :oÞ
já einmitt… þegar ég var fyrir austan með björgunarsveitinni þá sá maður bara hvað vatnið í krönunum var einmitt svona á litinn… og vatnið í klósettunum… frekar vírd :Þ
já *hrollur* það var einmitt verið að segja fólki að vera ekkert að drekka kranavatn *bjakk*
Já ég var í vinnunni, nýbúið að deyfa mig því það átti að fara draga úr mér tönn afþví hún er mölbrotin uppí rótinni. enn tönninn er enn mölbrotin og deyfingin runnin ur, hehe. Mér er ekki vel við að vera í stólnum sjálfri enn þetta var ekki til að laga það :s Það býður betri tíma !
En peningagjá hefur maður aldrei séð svona ljóta, ég er sammála hugmyndinni um drullupoll…..