það er búið að vera nóg að gera hjá okkur síðustu daga… um helgina komu Ásta frænka og Ashley frænka til landsins – allir að rugla stelpu greyjið alveg í botn þar sem hún er að hitta svo marga nýja ættingja og sömuleiðis vini okkar að það hálfa væri nóg svona til þess að byrja með.
Við litla familían fórum með Ashley í göngutúr um miðbæinn sl sunnudag og ég er farin að hallast að því að litla frænka sé einhverskonar svampur! jú málið er nefnilega að við vorum að segja henni ýmislegt sem tengdist miðbænum, hvort sem það voru sögulegar staðreyndir eða eintómt slúður 😉 og svo þegar ég skoðaði myndirnar hjá henni á Facebook sem hún setti þangað inn frá sunnudeginum þá poppuðu upp hinir ýmsu fróðleiksmolar sem við höfðum komið með í göngutúrnum – bara gaman að því 😉
Annars þá er gengur allt sinn vanagang hérna – vinna sofa sinna Oliver sinna ættingjum og svo framvegis.
Ég er reyndar að fara að hitta lækni á mánudaginn sem ætlar að gefa mér upplýsingar um aðgerð sem ég þarf að fara í einhverntíma á lífsleiðinni – spurningin hvort ég ætti að stinga mér í djúpulaugina fyrr en seinna.
Æj ég er búin að heyra ýmsar sögur af svona aðgerðum og þær eru barasta ekkert allar góðar, að þær tækust ekki og allt í þá áttina – mér finnst ég vera að ganga í gegnum óléttuna aftur og fá að heyra allar “horror” fæðingarsögurnar sem ég heyrði áður en Oliver fæddist.
Annars er málið að vera á lyfjum það sem eftir er eða ganga í gegnum aðgerð og hætta að hræða fólkið mitt ef lyfin virka ekki ().