Þegar við pöntuðum flugið okkar fyrir ferðalagið í haust ákváðum við að kaupa sæti undir Oliver, bara upp á þægindin að gera plús við áttum nóg af vildarpunktum á Vísa til þess að borga miðann (fyrir utan auðvitað skatta og bladíbla), afþví að við vorum að kaupa bara 1 miða sem þurfti svo að tengja við aðra miða þá þurftum við að kaupa þá í gegnum fjarsölu flugleiða, ok ekkert mál, þegar ég skoðaði miðana um daginn að ættarnafn þeirra feðga var vitlaust skrifað hjá Oliver – ss konan sem tók símann hjá fjarsölunni hafði skrifað nafnið vitlaust. Ég ákvað nú fyrst að við erum að fara á þannig staði að hafa samband við Flugleiðir til þess að láta laga miðann, þegar ég loksins næ í gegn til þeirra er mér tjáð að þetta skipti ekki máli!! það sé í góðu lagi ef það eru 3 stafir vitlausir í nöfnum á farseðlum. Úff ég var nú ekki alveg að gúddera þetta þar sem nafnið er jú rétt stafað í vegabréfinu og hann rétt 1 árs gamall, þannig að konan í símanum bauðst til þess að setja nótu við bókunina í tölvunni að nafnið væri ekki rétt skrifað. Vá hvað ég á eftir að blása á fjarsöluna ef við lendum í EINHVERJUM vandræðum í sambandi við þetta. Held að svona miðavandræði sé það síðasta sem maður vill/nennir að lenda í í skemmtiferðum.