Ákváðum að kíkja út á leikvöllinn við Austurborg (leikskólinn sem er hérna rétt hjá) eftir vinnu í dag… aðeins að nýta góða veðrið.
Það var ekkert lítið sem Oliver skemmti sér. Ferlega sniðugar svona barnarólur þarna þannig að Oliver gat rólað sér einn 🙂 Svo fann hann sér nýja vinkonu sem tók að sér að fara með hann nokkrar salíbunur í rennibrautinni – ekkert smá sætt að sjá þau þarna saman. Síðast en ekki síst, aðal atriði dagsins í augum litla stubbsins sandkassi! hann náði að finna sér skóflu sem hafði gleymst að ganga frá og skóflan var sko notuð 🙂 mikið lamið í sandinn og jú reynt að finna það út hvernig mamma og pabbi fóru að því að nota þetta fyrirbæri til þess að færa sand á milli staða – en best var nú samt að smakka aðeins á henni og sömuleiðis sandinum sem var í henni *namminamm* eða þannig 😉
Ég setti nokkrar myndir inn á flickr svæðið til viðbótar við þessa en ákvað nú samt að þær væru ekki opinberar þannig að ef þú ert vinur/vinkona/Fjölskyldumeðlimur okkar á Flickr þá geturðu séð nokkrar rólómyndir til viðbótar.
hehe, já, það er ótrúlegt hvað sandurinn heillar! Hrafn Ingi var frá svona 10 mánaða aldri gjörsamlega leikvallasjúkur og er enn 🙂
Við höfum ekki gert nóg af því að fara með hann á róló enda veðrið ekki beint búið að vera spennandi í vetur. Verður gaman að sjá hvernig stubbalíusinn verður í sumar þegar pabbi verður búinn að smíða sandkassann í garðinn 🙂