Vá hvað ég hlakka til að fá heila viku í frí í lok mánaðarins – ekki það að ég á auðvitað eftir að þurfa að vakna fyrir allar aldir eins og venjulega (Oliver er vaknaður milli 6 og 7) en það er samt ekki það sama 😉 Merkilegast finnst mér eiginlega að hlakka svona mikið til þessarar viku vitandi það að ég er bara búin að vinna síðan í desember og síðustu vikur hafa verið annsi margir “rauðir” dagar á dagatalinu…
Æj ég er eitthvað bara svo andlega þreytt, etv skortur á krefjandi verkefnum í vinnunni sem valda því… ég er reyndar milliliður milli stöðvarinnar og geðdeildarinnar í sambandi við svokallaða HAM meðferð sem veldur því að 1x í viku er ég að vinna örlítið lengur og það er aldeilis öðruvísi vinnudagur en hefur verið…
Í haust förum við svo í alvöru frí – heilar 5 vikur sem við verðum ekki til viðtals á klakanum *bjútífúl* hlakka enn meira til þess tíma *Hehe* er búin að finna rosa sniðuga heimasíðu sem er með “podcast” þáttum um hinar ýmsu borgir heimsins – ekki alltaf sem maður á möguleika á að setjast niður og lesa þá er einmitt kjörið að ná sér í þessa þætti og hlusta á hvað borgin hefur upp á að bjóða. Verður eflaust líka sniðugt að hafa þetta með þegar við verðum á rúntinum þarna úti 🙂