mikið hrikalega er leiðinlegt að hanga og bíða á spítölum *ojjjjj*
Ég var í morgun hjá næringarfræðingi í ofnæmisþolprófi – gekk mjög vel ef það er gott að fá jákv. svör í ofnæmisprófi. Reyndar er enn sem komið er bara búið að koma fram kláði í húð og ég vona að það verði ekkert meira en það. Þetta fer ekkert í öndunarveginn hjá mér sem er bara gott og í raun er alveg nóg að vera hálf raddlaus vegna kvefs. Hinsvegar gætu frekari einkenni mætt síðdegis eða í kvöld enda er það það sem gerðist síðast þegar ég fékk svona. Þetta er allavegna ekki bráðaofnæmi! og ég á að reyna eins og ég get að bíða með að taka inn ofnæmislyf vegna kláðans – láta þetta grassera svolítið *fun* Ég fékk reyndar heimilislækninn minn áðan til þess að gefa mér lyfseðil upp á steratöflurnar sem ég fékk síðast þannig að ég geti leyst þær út í kvöld EF (alltaf þetta EF) ég fæ útbrotin aftur, slepp þá við að byrja á því að kalla á vaktlækni eða fara á slysó ef bara útbrotin fara að gera vart við sig heldur get bara farið beint út í apótek og leyst út þessi lyf – hinsvegar mun ég ekki hika við að fara á Slysó ef þetta fer að trufla mig á einhvern annan máta.
Ég var mætt þarna kl 9 í morgun – ca 15 yfir fékk ég að sleikja skeið sem var með engifersafa *jummy* og svo ca 20 mín seinna fékk ég að japla á smá rót, get alveg sagt það í fullri alvöru að fersk engiferrót eintóm er EKKI góð á bragðið. Því næst tók við 2 klst bið eftir ofnæmiseinkennum, sem mættu ca klst eftir að ég borðaði og fyrst að það gerðist þá þurfti ég að bíða eftir lækni. Ég ss hékk á ganginum á A3 frá kl 9:40 til 12:20 og þá talaði ég við doxann og eftir það losnaði ég!! semsagt 3 og 1/2 klst í gangahangs á LSH *gaman* vantaði sárlega lesefni eða iPodinn með hljóðbók… verð að passa þetta betur næst þegar ég á von á því að þurfa að hanga og bíða svona…
Öppdeit:
28.03.08
Jæja þetta slapp í gær – ég tók inn ofnæmistöflu seinnipartinn þar sem ég var orðin frekar pirruð á kláðanum, sem jókst reyndar lítið en var bara þrálátur og pirrandi. En mikið er ég nú fegin því að hafa sloppið við þessi blessuðu útbrot, enda þegar það gerðist síðast þá leit ég út eins og fílamaðurinn!!! En eins og ofnæmislæknirinn sem ég hitti í gær út af kláðanum sagði að þá er þetta víst samt staðfest ofnæmi bara ekki jafn svæsið og óttast var, sem betur fer!
Úff…hljómar spennó :/ En vonandi fer eitthvað að koma út úr þessu 🙂