mamma minntist á það í dag að ég ætti “afmæli” í dag… ég kom nú algerlega af fjöllum fyrst en áttaði mig svo á því hvað hún átti við… í dag var semsagt 18 apríl… og heil 10 ár síðan ég fermdist… mér finnst ekki vera svona langt síðan ég fékk græjurnar mínar…
Mér finnast þessar fermingargjafir nú til dags vera svo rosalega ýktar eitthvað.. krakkarnir eru að fá allt upp í hundruð þúsunda og þvílíkt stórar og miklar gjafir… og í flestum tilfellum frá einum einstakling / hjónum… að vísu þá fékk frændi minn ekki neinar svaka gjafir í gær.. hann fékk jú græjur og svo dvd spilara frá systkinum móður sinnar og svo hillusamstæðu frá gamla settinu sínu… mér finnst það ekki vera neitt svakalegt miðað við það að mörg fermingarbörn eru að fá rándýrar tölvur og þessháttar…
Stæðstu gjafirnar sem ég fékk á sínum tíma voru Græjur frá M&P ( eins og eiginlega allir fengu á þeim tíma ), skrifborðsstóll frá systkinum mömmu og svo fékk ég dúnsæng & kodda & sængurföt frá ömmu & afa… mér fannst þetta æðislegustu gjafir sem ég gat fengið fékk jú helling af skartgripum, eflaust enginn þeirra neitt smádrasl eða glingur, einn þeirra er perluhringur sem ég er hrædd um að skemma þegar ég er með hann.. anyhow… ég fékk rétt um 10þ krónur í fermingargjöf á móti skólabróður mínum sem fékk 200þ smá munur.. ok ég veit reyndar að hann var að safna sér fyrir einhverju stóru, hvað það var man ég ekkert en hann fékk ekkert mikið af dóti, fékk bara peninga þess í stað… heheheh
Allavegana til hamingju með 10 ára fermingarafmælið allir þeir sem fermdust sama dag og ég!!!! heheheh
jæja mar ætti að drífa sig í svefn…