Þegar við bjuggum úti í Danaveldi þá gáfu tengdó okkur gamla prentskúffu sem við ætluðum okkur alltaf að nota sem smáhlutahillu. Þau og Leifur fundu hana á einhverjum markaði í Holte eða Lyngby (man ekki alveg hvor það var). Þegar hún komst í okkar hendur var hún frekar mikið skítug og með pappír í botninum sem var einhverntíma hvítur og var farinn að rifna á ýmsum stöðum.
Við vorum löngu búin að ákveða að festa ekkert upp á veggina í Holte þannig að henni var pakkað inn og geymd þar til við kæmum aftur á klakann… Ég tók mig reyndar til einhverntíma á meðan við vorum í Holte og byrjaði að þrífa pappírinn úr hillunni en kláraði það ekki fyrr en eftir að við komum heim…
Á F59 hengdum við hana upp á meðan við vorum að velta því fyrir okkur hvernig við ættum að gera hana upp. Þegar við fluttum svo hérna yfir á H14 byrjuðu vangavelturnar fyrir alvöru og við fórum að svipast um eftir bæsi sem okkur leist á… hann fannst svo á endanum og um síðustu helgi tók Leifur sig til og bæsaði hilluna upp á nýtt og í gær fékk hún loksins að fara á sinn stað inni í stofu… Við þurftum að finna skinnur til þess að setja við götin sem við notuðum til þess að hengja hilluna upp á, vildum ekki nota venjulegar stállitaðar skinnur þannig að við fundum aðra lausn *hóst* reynið að giska hvað það var 😉 (sést í hornunum efst)
Við erum mjög sátt við útkomuna og þá er bara næsta skref hjá okkur að byrja fyrir alvöru að safna í hilluna 😉
Öss, mig langar í svona. Núna verð ég alveg viðþolslaus þangað til svona verður komið í mínar hendur.
hahahaha 🙂 já – skella sér á alla markaði sem þú kemmst á á köben svæðinu 😛 eða lætur tengdó svipast um í Þýskalandi
Hahaha
En hvað hún er fín, þvílíkur munur ! 🙂
þarna í “næst á dagskrá” eru dagsetningarnar vitlausar, skírdagur er 20, langi 21 og páksadagur 23 😉 kannski ekki gert ráð fyrir hlaupári 😉
ógeðslega flott !