Alveg hvað ég á að gera…
Var að skoða eitt af blöðum dagsins og tók þar eftir því að þar var birt mynd sem ég tók fyrir þónokkru síðan og birti á annarri af opnu síðunum sem eru hérna á kjánaprik.is, aðeins búið að klippa hana til en ég sé það mjög greinilega að þetta er myndin mín…
Hver er minn réttur? Á ég að þurfa að fara að merkja allar myndir sem ég set inn á bloggsvæðin mín (í crappy gæðum – hah já ég birti nákvæmlega ekkert hérna í almennilegum gæðum). Mér finnst það eiginlega ekki réttlátt samt, kostar auka vinnu að fara að merkja allar myndirnar en ef þetta á að fara að gerast oftar að þá verð ég víst að gera það.
Þetta er nefnilega ekki í fyrsta skiptið sem ég lendi í þessu… síðast var þetta mynd sem var tekin af myndasíðunni minni (sem er biluð þessa dagana) og birt í blaði tengdu Gay-pride. Ég var nú ekki par-sátt með það heldur en á hinn bóginn þá var það blað ekki til sölu og fyrir mitt leiti hefði þá verið alveg nóg að þeir hefðu samband við mig til þess að fá heimild til þess að nota myndina – sem ég hefði veitt góðfúslega þar sem þessi mynd var eiginlega bara fyndin og sýndi svolítið vel stemninguna eftir að skrúðgöngunni og skemmtiatriðunum niðrí bæ lauk. Það eitt að leita eftir leyfi til myndbirtingar á einkamyndum í prentmiðli er bara lágmarks kurteisi.
5 thoughts on “Ég veit ekki…”
Comments are closed.
hvaða blað birti mynd frá þér og hvaða myndir?? skil vel að þér finnist fúlt þegar myndum er stolið frá þér, ég meina þær eru þitt verk og það þarf alla vegana að fá leyfi fyrir birtingu og segja frá hver tók myndirnar!
hmmm, frekar skítt.. hverjir voru svona leiðinlegir?
heh takk stelpur, ég ætla ekki alveg að birta það hérna strax þar sem ég sendi ritstjóra blaðsins tölvupóst. Langar að sjá hvaða viðbrögð ég fæ við honum áður en ég segji opinberlega á Netinu hvaða blað þetta var. sendi ykkur etv sms á eftir 😉
Annars þá er þetta langt frá því að vera merkileg mynd sem var birt í gær en þó mynd úr mínu safni.
Vá þetta finnst mér lélegt.
En ætli það eina sem virki ekki er að hafa myndasíðurnar læstar.
Gott hjá þér samt að senda ritstjóranum bréf.
já, tja þessi mynd sem þeir birtu á föstudaginn var nú bara mynd af köku sem ég setti með uppskrift á uppskriftablogginu – langt frá þvi að vera merkileg mynd!
mér finnst rosalega þægilegt að setja myndir með uppskriftunum, sérstaklega af smákökunum 😛 þá man maður fyrr eftir þeim ef maður gerir þær sjaldan eða er að prufa nýja uppskrift 😉