Ég er búin að vera að skoða svolítið mikið undanfarið innihaldslýsingar á matvörum… kom mér virkilega á óvart hversu MIKIÐ af vörum inniheldur mjólkurvörur í einhverju formi – m.a.s. ótrúlegustu vörur.
Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að ég fór með Oliver í síðustu viku til ofnæmislæknis þar sem hann var greindur (jeij ég á greindan son) með ofnæmi fyrir mjólk. Sem betur fer er það nú bara milt en maður veit aldrei hvað getur gerst þannig að í dag og í framtíðinni þurfum við að sneiða algerlega hjá matvöru sem inniheldur einhverskonar mjólkurvöru. Þetta var auðvitað ástæðan fyrir því að ég var að prufa að búa til sojamjólkurgrjónagraut um daginn…
Ég þarf sumsé að fara að huga að því að betrum bæta margar af uppskriftunum mínum með vatni eða soja í stað mjólkur…
Mjólk er fyrir kálfa!
Ég er með mjólkuróþol og það er ekkert smá pirrandi, núna hata ég allt með mjólk í !