Fyrir nokkrum árum lenti ég í því (haha ég má segja að ég hafi lent í þessu annað en sumir) að fá heiftarleg ofnæmisviðbrögð við ferskri engiferrót, sem betur fer fór þetta ekki í öndunarfærin að neinu leiti. Ég hef ekki borðað hana síðan en stundum freystast til þess að smakka brot af engiferkökunum hennar mömmu fyrir jólin, hef aðalega fundið fyrir kláða í munninum eftir það.Ég er búin að vera á leiðinni til ofnæmislæknis síðan þetta gerðist og í gær rann loksins upp sá dagur að ég fór. Var búin að fá viðvörun um að þessi tiltekni læknir ætti það til að vera dálítið á eftir áætlun og mér skilst að ég hafi verið nokkuð heppin að þurfa bara að bíða í 15 mín 😉 en svo tók við nokkuð sem ég gerði mér eiginlega ekki grein fyrir áður en ég fór en hefði í sjálfu sér alveg átt að gera það – læknirinn spurði hvort ég væri nokkuð með bita af rót með mér… úpósí nei – klukkan ekki orðin 9 og hvaða búð skildi vera opin sem gæti átt þetta, byrjum á því að láta klukkuna verða 9…
- nettó í mjódd – lokað,
- Hagkaup Skeifan – lokað,
- 10-11 lágmúla – ekki til,
- Nóatún Austurveri – opið og til!
Ég var komin aftur inn til læknisins um 10 og þá byrjaði hún að pína mig með pikkprófi… þar sem ég var að koma til hennar í fyrsta skiptið (gamli ofnæmislæknirinn minn er víst hætt) að þá ákvað hún að taka stikkprufu á frjóinu, kisum og hundum – því miður kom ekkert út út engiferprófinu en ég var að deyja í allan gærdag úr kláða á hinum handleggnum… ég er auðvitað með bullandi ofnæmi fyrir hundum, kisum og frjói! Vissi það alveg 😉
En þar sem ekkert kom út úr pikkprufunum með engiferið þá á ég að fara að hitta næringarfræðing á Borgó og fara í matarþolspróf – uhu, ferlega spennandi tilhugsun að eiga að borða mat með engifer í í síauknum skömmtum *hrollur* get ekki sagt að mig hlakki til mánudagsins 25.febrúar *dæs*
En það verður að hafa það – ég vil láta greina þetta svo að ég sé ekki að forðast þetta endalaust – svo er líka svo mikið af góðum réttum með engifer í!
En vá hvað mig klæjaði í gær!!!!
auðvitað Nóatún klikkaði ekki ;o) Vonandi færðu að vita eitthvað út úr þessu. Er nokkuð kakó í kökunum … ég er með fæðutengt nikkelofnæmi og það er mjög mikið nikkel í kakói … Hef einmitt klægjað mikið undanfarið. Nikkel í næstum öllu.
hmm nei ég efast um að það sé kakó í engiferkökunum hennar múttu…