Við skelltum okkur í sumarbústað um helgina með GunnEvu, Hrafni Inga og BoggiRobb 😉
Bústaðurinn var í Vaðnesi (Pollagallar 10), alveg passlega langt frá bænum. Ágætis bústaður með fínu grilli og rosalega flottu útsýni. Semsagt helgin fór (hjá flestum) í að spila, éta, spilla stubbunum og hafa það nice!Sumum tókst að ná sér í pest sem olli því að þeir voru rúmliggjandi frá því seinnipart laugardags og voru því eiginlega lítið sem ekkert með okkur hinum ;( mér sjálfri tókst reyndar að nálgast þetta örlítið líka en var þó rólfær og gat tekið aðeins þátt í spilagleðinni eftir að stubbalingarnir fóru að sofa 🙂
Takk fyrir notalega helgi gott fólk!
nokkur stikkorð:
- Bollagarðar – Pollagallar? – Regnjakki???
- “korter, korter, korter, korter – það virkar!”
- Snakk
- marglit kaka
- spil
- Jenga
- Norðurljós
- -19°c
- “Potturinn núna?” á 5 mín fresti…
- “það verður að velta sér upp úr snjónum…”
- “Gunnarþon Kaldal”
- “Ollivej”
- Bollur
Hehehe…góð stikkorð ! Takk fyrir okkur 🙂
😉
takk sömuleiðis!
verðum að endurtaka þetta við tækifæri 😉
Hljómar frábærlega …