tekst manni að koma ótrúlega mörgu í verk…
Í dag tókst okkur að betrumbæta svefnherbergið í nokkrum liðum, eitthvað sem búið er að standa til í þónokkurn tíma.
Við t.d.
- færðum til kommóðu, rúmið og náttborðin okkar
- festum upp ljós við rúmið
- festum loksins upp stóra spegilinn í svefnherberginu
- löguðum rúllugardínuna (þar sem snillinn sem setti hana upp upphaflega setti hana upp vitlaust)
- festum líka loksins upp gardínustöngina í svefnherberginu 😉
- festum líka upp gardínustöngina inni hjá Oliver
semsagt nóg að gera hjá okkur í dag enda erum við frekar þreytt… Næsta skref hjá okkur er eiginlega bara að fara að leggja okkur fram við að finna gardínur inn í svefnherbergi og stytta gardínurnar sem eiga að fara inn til Olivers.
Ég má ekki gleyma því að við tókum okkur líka til og klipptum Oliver í fyrsta sinn 😉 byrjuðum reyndar framkvæmdagleði dagsins á því *haaha* hann var alveg ótrúlega duglegur og ekkert mál að renna rakvélinni yfir kollinn hans 😉
Fyndið hvað verður mikið úr sumum dögum en öðrum ekki… vonandi náum við að vera jafn framkvæmdaglöð á morgun þar sem við þurfum aðeins að laga til niðrí geymslu… það er annaðhvort núna eða eftir 2 vikur þar sem við erum upptekin um næstu helgi.
Læt fylgja með 2 myndir af sætasta,
ferlega gaman að leika í snjónum (12.jan’08)
Sætastur með nýju klippinguna og hverfandi glóðörauga 😉
Þessar myndir eru alveg frábærar, strákurinn er myndast rosalega vel.
Hvílíkur dugnaður er þetta í ykkur. Oh hvað Oliver er sætur og flottur nýklipptur líka. Vonandi fer þetta glóðurauga að fara…
kveðja, Hafrún Ásta
hann er ótrúlega fallegt barn.
Greinilega gaman hjá honum í snjónum.
Kv úr Hafnarfirðinum, Guðbjörg og co.
ekkert smá hvað þið eruð dugleg, ekki skrítið að litli sé líka duglegur að láta klippa sig 🙂
æhh :Þ Krúttið hehe
Æ enn sætar myndir… óurlegt krútt þessi litli frændi..
Já ég segi nú ekki annað enn roooooosaleeega voru þið dugleg, enn svona eru bara sumir dagar… maður byrjar og tekur þá bara smá kast og klárar smáverkin…. 🙂
æði pæði