ferlega er tíminn farinn að fljúga áfram…
strákurinn orðinn 8 mánaða og áður en ég veit af verð ég farin að undirbúa 1 árs afmæli og svo leikskólapjakk 😛
Við áttuðum okkur á því í gær að það voru liðin 4 ár síðan við byrjuðum saman… jújú ýmislegt búið að gerast hjá okkur á þessum 4 árum, etv meira en maður bjóst við.
Átti ekki alveg von á því þegar árið 2004 byrjaði að ég myndi í dag vera búin að:
- selja litla græn,
- hætta hjá SRG,
- búa og starfa í 1 vetur í Danmörku,
- fara til Kanarí,
- díla við veikindi pabba,
- byrja að vinna hjá heilsugæslunni,
- fara til Parísar,
- kaupa fjölskyldubíl,
- eignast kríli,
- lenda í aðgerðarpakka,
- kaupa 4 herb. íbúð (átti nú meira von á lítilli 3herb),
- fara í fjölskylduferð til Köben
- og pottþétt eitthvað meira
Ég vona eiginlega að ég eigi eftir að ná að gera eitthvað af því sem er á draumalistanum mínum á þessu ári 😉 ef ekki þessu þá allavegana því næsta!
Það er jú allt hægt ef viljinn er fyrir hendi (*Hóst* og já peningar í sumum tilfellum*hóst*)
Já lífið er það sem gerist á meðan maður er upptekin af að bíða eftir að eitthvað gerist hehe…